Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2006 01:00

Akraneskaupstaður og Lögheimtan gera með sér samning

Akraneskaupstaður og Lögheimtan undirrituðu í morgun  samning sem felur í sér að Lögheimtan mun sjá um innheimtu vanskilakrafna fyrir kaupstaðinn. Samingurinn er ótímabundinn að sögn Jóns Pálma Pálssonar bæjarritara, og stendur á meðan báðir aðilar bera traust til hvors annars. Landslög sá um innheimtuna áður en vegna breytta aðstæðna þar á bæ var leitað til Lögheimtunnar. Helstu ástæður þess að Lögheimtan varð fyrir valinu er, að sögn Jóns Pálma, að fyrirtækið hefur opnað myndarlega starfsstöð í bænum og telur hann það þekkt fyrir góðan árangur í málum sem þessum.  

 

 

„Það er mikill kostur að þjónustan er á staðnum og nálægðin við einstaklingana skiptir miklu máli,” sagði Jón Pálmi í samtali við Skessuhorn. 

 

Akraneskaupstaður annast fruminnheimtu sinna reikninga eins og áður en í þeim tilvikum sem sú innheimtuaðgerð ber ekki árangur mun Lögheimtan taka við og er það lokaskrefið í innheimtunni. Lögheimtan er í samstarfi við Intrum og Pacta lögmannsstofu og í starfsstöð fyrirtækjanna á Akranesi starfa nú sex manns en á vegum þeirra eru átta skrifstofur um land allt.

 

Á meðfylgjandi mynd sjást Bjarni og Jón Pálmi handsala samninginn.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is