Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2006 01:50

Allharður árekstur í Grundarfirði í morgun

Ökumenn tveggja bifreiða sluppu með minniháttar meiðsl eftir allharðan árekstur á gatnamótum Grundargötu og Sæbóls í Grundarfirði í morgun. Lögreglunni barst tilkynning um slysið á níunda tímanum. Ökumennirnir, sem voru einir í bílunum, voru ekki með bílbelti og voru fluttir á Heilsugæslustöðina í Grundarfirði til skoðunar. Telur lögreglan það heppni að þeir slösuðust ekki meira.

 

Svo virðist sem ökumaður annars bílsins hafi ekki virt biðskyldu og hinn ökumaðurinn hefur sennilega ekið yfir hámarkshraða. Bílarnir eru báðir gjörónýtir eftir áreksturinn.

 

Að sögn lögreglunnar í Grundarfirði er það alltof algengt að fólk noti ekki bílbelti og sú afsökun notuð að aðeins sé verið að skjótast nokkur hundruð metra til vinnu. Ekki er um að kenna sinnuleysi lögreglunnar því að þeirra sögn eru ökumenn kærðir í gríð og erg vegna þessara brota. Þarna þurfi því að koma til breytt hugarfar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is