Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2006 07:30

Vilja líf í skólahúsið í Ólafsdal

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur falið sveitarstjóra að kanna tillögur sem fyrir liggja um framtíð skólahússins í Ólafsdal og ræða málið við eigendur jarðarinnar og Ólafsdalsnefnd. Forsaga málsins er sú að Sturlaugur Eyjólfsson ritaði sveitarstjórn bréf um skólahúsið. Í bréfinu kemur fram um 1990 hafi húsið verið mjög illa farið eftir ítrekuð innbrot þar sem rúður voru brotnar, ýmsu stolið og skemmdir unnar. Fyrir atbeina Búnaðarsambands Dalamanna hafi síðan verið ráðist í viðgerð á húsinu á árunum 1994-1996 og einnig hafi verið girt í kringum húsið og helstu minjar í Ólafsdal. Umsjón með þeim viðgerðum höfðu arkitektarnir Stefán Örn Stefánsson. Grétar Markússon og Hjörleifur Stefánsson.

 

 

Þá segir í bréfi Sturlaugs að síðustu tíu árin hafi ekkert verið gert í Ólafsdal. Landbúnaðarráðuneytið, sem hefur umráð yfir jörðinni fyrir hönd ríkissjóðs, hafi ekki sinnt jörðinni á nokkurn hátt. Enginn hafi eftirlit með húsinu, girðingin sé ekki skepnuheld lengur og hestar hafi komist að húsinu og nagað glugga á suðurenda hússins.

 

„Það er ekki vansalaust fyrir okkur Dalamenn að láta þetta gamla, stóra og merkilega hús standa þarna eftirlitslaust, og án nokkurra nytja nema sem fæða fyrir hross Saurbæinga. Því vil ég skora á hreppsnefnd Dalabyggðar að beita sér fyrir því að koma á fót einhverri starfsemi í Ólafsdal“ segir orðrétt í bréfi Sturlaugs. Nefnir hann sem dæmi að auglýsa megi eftir einhverjum sem taka vilja staðinn að sér hvort sem það yrðu félagasamtök eða einstaklingar.

 

Við umræður um bréfið í sveitarstjórn Dalabyggðar var einnig lögð fram tillaga frá Þrúði Kristjánsdóttur um að húsið yrði flutt í Búðardal og það notað sem safnahús.

 

Torfi Bjarnason stofnaði Búnaðarskólann í Ólafsdal árið 1880 og var það fyrsti Búnaðarskóli á Íslandi. Skólinn starfaði til 1907. Skólahúsið var byggt árið 1890 og er 421 fm að stærð. Jörðin hefur verið í eyði í rúma þrjá áratugi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is