Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2006 02:32

Þrjár reiðhúsabyggingar á Vesturlandi fá styrk

Þrjár reiðhúsbyggingar á Vesturlandi fá styrk til uppbyggingar samkvæmt ályktun Alþingis frá 15. mars 2003. Nefnd sem landbúnaðarráðherra skipaði í mars sá um að úthluta styrkjunum. Þau félög sem fá styrk á Vesturlandi eru hestamannafélögin Skuggi og Faxi í Borgarbyggð, en þau fá 25 milljónir króna til byggingar reiðhallar í Borgarnesi, Hestamannafélagið Snæfellingur fær 15 milljónir króna til byggingar reiðskemmu í Grundarfirði og Hestamannafélagið Glaður í Dölum fær 5 milljónir króna til byggingar reiðskála í Búðardal.

 

 

Alls bárust 41 umsókn en 28 styrkjum að fjárhæð 330 milljónir króna var úthlutað til bygginga víðsvegar um landið. Styrkirnir eru á bilinu 3-29 milljónir króna og hlýtur Hestamannafélagið Léttir á Akureyri hæsta styrkinn.

 

Samkvæmt upplýsingum frá landbúnaðarráðuneytinu sótti hestamannafélagið Dreyri á Akranesi einnig um styrk. Umsókn félagsins barst ráðuneytinu ekki fyrr en 4. júní en umsóknarfrestur rann út 20. apríl.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is