Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2006 05:00

Fimm óku á yfir 200 km hraða í síðustu viku

Fimm bílum var ekið á yfir 200 km hraða við tvo umferðargreina Vegagerðarinnar á Vesturlandi í síðustu viku. Af umferðargreinunum má ráða að hraðakstur hefur náð nýjum hæðum. Borgarafundur verður sem kunnugt er í Borgarneskirkju í kvöld undir yfirskriftinni „Nú segjum við stopp“ og er tilefni fundarins sú alda umferðarslysa sem skollið hefur á landsmönnum að undanförnu. Mörg þeirra eru rakin til ofsaaksturs.

 

 

Tilefnið er ærið eins og tölur þær sem Vegagerðin vann fyrir Skessuhorn í dag og sýna ökuhraða við umferðargreina sem staðsettir eru við Hafnarmela og á Snæfellsnesvegi við Eiðhús. Unnið var úr gögnum frá 7. september og þar til í gær. Á því tilefni fóru um Hafnarmela 276 farartæki sem var ekið á um 120 km hraða, 113 farartæki sem voru á 130 km hraða, 36 var ekið með 140 km hraða, 10 með 150 km hraða, 2 farartækjum var ekið með 160 km hraða, 3 með 170 km hraða 2 með 180 km hraða og einu farartæki var ekið á yfir 200 km hraða. Það farartæki fór um veginn á föstudegi sem er mikill umferðardagur.

 

Á sama tíma var 138 ökutækjum ekið með 120 km hraða við Eiðshús, 54 var ekið með 130 km hraða, 19 með 140 km hraða, 13 með 150 km hraða, 2 var ekið með 160 km hraða, 1 með 170, 1 með 180, 2 með 190 og fjórum ökutækjum var ekið með yfir 200 km hraða. Af skelfilegu tölum má ráða að nú sé fyllilega tímabært að segja stopp.  Rétt er að minna á að hér er aðeins um að ræða tvo staði á Vesturlandi. Fundurinn í Borgarneskirkju hefst kl. 17.15.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is