Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2006 11:15

Mikil óánægja með ríkisljósmyndara

Talsverð óánægja er meðal atvinnuljósmyndara með þá breytingu sem orðið hefur á útgáfu vegabréfa. Fyrir nokkru var vinnulagi breytt á þann veg að starfsmenn sýslumannsembættanna, sem enga menntun hafa í ljósmyndun, taka ljósmyndir þær sem fara í vegabréf landsmanna.   Þessi ráðstöfun hefur þegar haft áhrif á afkomu atvinnuljósmyndara sem reka ljósmyndastofu. Myndsmiðjan á Akranesi er eitt þeirra fyrirtækja. Guðni Hannesson, annar eigenda stofunnar, segir heldur færra fólk komið þar við til að láta smella af sér passamynd en áður var. Guðni segir þó að fólk geti enn komið í þessum erindagjörðum en þá þarf að flytja myndirnar á milli ljósmyndastofunnar og sýslumannsembættisins á flókinn hátt með sérstökum minnislykli.

 

 

Hann segir málið hafa komið til umræðu innan stéttarinnar og að vonum ekki vakið hrifningu og þá sérstaklega fyrir þá staðreynd að ekki hafi verið auglýst eftir menntuðum ljósmyndurum til starfa hjá embættunum sem sinnt gætu þessum myndatökum. „Þetta mál var búið að vera lengi í umræðunni og lengi vel héldu ljósmyndarar að þessi breyting hefði dottið upp fyrir en svo var því miður ekki“ segir Guðni og bætir því við að ljósmyndastofa hans tæki að sjálfsögðu ennþá passamyndir sem fólk þyrfti á að halda svo og öllum öðrum myndatökum.  

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá húsakynni sýslumannsins á Akranesi sem má segja að sé orðin ein stærsta ljósmyndastofa landsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is