Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2006 11:22

Nú segjum við stopp!

Ágæt þátttaka var á almennum borgarafundi sem haldinn var í gær í Borgarneskirkju í tilefni þeirrar öldu umferðarslysa sem riðið hefur yfir undanfarin misseri. Nú hafa 19 manns látist í umferðarslysum hér á landi og er það sami fjöldi og lét lífið í umferðarslysum allt síðastliðið ár. Sambærilegir fundir fóru samtímis fram á sjö stöðum á landinu; í Borgarnesi, Reykjavík, Reykjanesbæ, á Selfossi, Egilsstöðum, Akureyri og Ísafirði.  Yfirskrift fundanna var: „Nú segjum við stopp," og var markmið þeirra að hvetja almenning í landinu til þess að hugleiða þær fórnir sem umferðin krefst og drúpa um leið höfði í virðingu við þá sem látið hafa lífið í umferðarslysum á árinu. Átakið „Nú segjum við stopp!” er samstarfsverkefni fjölmargra ráðuneyta, stofnana og félagasamtaka sem öll láta sig umferðaröryggi varða.

 

 

Páll S Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar stýrði fundinum í Borgarneskirkju. Auk hans tóku til máls Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður, sem m.a. flutti ávarp frá Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra, Kristján Ingi Hjörvarsson, lögregluþjónn ræddi um umferðarslys og ástandið á vegum landsins út frá sjónarhóli lögreglumannsins og Þorbjörn Hlynur Árnason, sóknarprestur fór með bæn. Þá voru flutt tónlistaratriði. Á öllum þeim stöðum sem borgarafundir þessir voru haldnir töluðu aðstandendur sem misst hafa ástvini í umferðarslysum. Kristmar J Ólafsson flutti áhrifaríkt ávarp í Borgarneskirkju þar sem hann lýsti skelfilegri reynslu sinni og fjölskyldunnar, þegar sonur þeirra hjóna, Auðunn Hlíðkvist lést í umferðaslysi við Borgarnes fyrir 11 árum síðan, 14 ára gamall. Það er í senn ómetanlegt og þakkarvert að aðstandendur stígi fram með þessum hætti og miðli þeirri sársaukafullu reynslu sem hlýst af að missa ástvin með þessum hætti. Ekkert hefur dýpri áhrif á þá sem á hlíða og fær fólk betur til að setja sig í spor þeirra sem eiga um sárt að binda vegna ástvinamissis en reynslufrásagnir, eins og sú sem Kristmar Ólafsson flutti í Borgarneskirkju.

 

www.stopp.is

Opnuð hefur verið ný heimasíða á vefslóðinni www.stopp.is þar sem fólki gefst kostur á að taka beinan þátt í því umferðarátaki sem hrundið hefur verið af stað. Fólk getur skráð sig og skrifað um leið undir yfirlýsingu þess efnis að viðkomandi vilji bæta sig í umferðinni og fara að settum reglum. Þar segir: “Við skorum á alla Íslendinga að segja stopp við banaslysum í umferðinni.” Síðan samþykkir fólk með undirskrift sinni eftirfarandi skilmála: “Ég hyggst fara að lögum í umferðinni. Ég ætla að gera allt sem ég get til að skaða hvorki mig né aðra í umferðinni. Ég ætla að auðvelda öðrum vegfarendum að komast leiðar sinnar á sem öruggastan hátt. Ég ætla að hvetja þá sem mér þykir vænt um til að gera slíkt hið sama.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is