Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2006 12:07

Samgönguráðherra boðar færslu vegagerðar frá ríki til sveitarfélaga

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra boðaði breytingar á vegalögum í ávarpi á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í Grundarfirði í dag. Hann sagði að vinna væri hafin við það í ráðuneytinu að færa ákveðin verkefni í samgöngumálum frá ríki til sveitarfélaga. Var hann þá sérstaklega að horfa til safn- og tengivega. Ráðherra tók fram að ekki væri verið að firra ríkið ábyrgð í vegamálum, heldur væri ætlunin að nýta staðþekkingu heimamanna á hverjum stað.

 

Sturla taldi að færa ætti fjármuni frá ríki til sveitarfélaga svo þau síðarnefndu sæu um lagningu, viðhald og rekstur safn- og tengivega. Þyrfti að huga til þess að mismikið væri af þessum vegum innan sveitarfélaga og því þyrfti að koma til einhvers konar jöfnunarsjóður sem tæki tillit til þess. Ráðherra sagði að vinna væri hafin við þetta í ráðuneytinu og ef samkomulag næðist við sveitarfélög gæti frumvarp um málið litið dagsins ljós á næsta þingi.

 

Jón Bjarnason þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs gagnrýndi hins vegar ummæli Sturlu og taldi að þetta væri enn eitt dæmið um það að verið væri að færa „vandræðabörnin“ frá ríki til sveitarfélaga. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa flutt um það þingmál að gerð yrði sérstakt átak á landsvísu í safn- og tengivegagerð, enda hefði sá málaflokkur verið í svelti undanfarin ár. Einnig gagnrýndi hann mjög  þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að skera niður framlög til vegamála í aðgerðum gegn þenslu. Ekki ætti að láta landssvæði þar sem vegaúrbætur væru nauðsynlegar líða fyrir þenslu sem ætti sér stað í öðrum landshlutum. Þá hvatti hann sveitarstjórnarmenn til þess að vera á verði þegar verkefni væru flutt frá ríki til sveitarfélaga, oftar en ekki vantaði upp á að fjármagn fylgdi með. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is