Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2006 11:59

Ganga til þings um brjóstakrabba í Borgarnesi

Þessa stundina ganga  þrír hjúkrunarfræðingar, þær Bríet Birgisdóttir, Anna Arnarsdóttir og Soffía Eiríksdóttir sem allar starfa á Landspítalanum í Reykjavík, frá munna Hvalfjarðarganga norðanverðum til Borgarness. Er þetta áheitaganga til styrktar Samhjálp kvenna, styrktarfélags kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. Þennan dag völdu þær stöllur vegna þess að í dag fer fram norrænt bjóstakrabbameinsþing í Borgarnesi. Þingið sækja 150 norrænar konur sem greinst hafa með bjóstakrabbamein og stendur það til morguns.

 

Leiðin sem BAS- stelpurnar, eins og þær kalla sig, ganga er 35 kílómetra löng og er gangan liður í þjálfun þeirra fyrir Avon-gönguna sem fram fer í New York í október. Sú ganga er 63 kílómetra löng alþjóðleg styrktarganga gegn brjóstakrabbameini. Stöllurnar voru  léttar á fæti er Skessuhorn hitti þær við rætur Akrafjalls að sunnanverðu í morgun. Þær áætla að verða komnar til Borgarness um kl. 14.30.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is