Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2006 03:30

Forráðamenn Skagaliðsins bjartsýnir

Ráðamenn meistaraflokks ÍA eru mjög bjartsýnir á að þeirra menn nái að bjarga sér frá falli þrátt fyrir risjótt gengi liðsins í sumar. Á morgun mætir lið ÍA liði ÍBV á Akranesvelli. Guðlaugur Gunnarsson framkvæmdastjóri meistaraflokks og 2. flokks ÍA sagðist í samtali við Skessuhorn spá því að Skagamenn vinni leikinn  2-0 því hann sé ekki í vafa um sigur.  Eiríkur Guðmundsson formaður meistaraflokksráðs ÍA er á sama máli og Guðlaugur, sigur sé ekki spurning.

 

„Við vinnum þetta 3-1 og förum langt með að halda okkur í deildinni því fjögur stig duga til þess. Ég hef fulla trú á að við krækjum okkur í þrjú stig á morgun og svo að minnsta kosti eitt stig í síðasta leiknum og þá er björninn unninn“ sagði Eiríkur í samtali við Skessuhorn.

 

 Mikil bárátta er um sæti í deildinni að ári en eins og staðan er fyrir leiki morgundagsins eru sjö lið í fallbaráttunni, Keflavík, Víkingur, Fylkir, Breiðablik, Grindavík, ÍA og ÍBV og aðeins átta stig sem skilja liðin í 4. sæti og í 10. sæti. Leikurinn á morgun hefst kl.16.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is