Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. september. 2006 12:55

Tveir Skagamenn og Snæfellingur í prófkjör Samfylkingarinnar

Á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sem haldinn var á Ísafirði í gær, var ákveðið að láta prófkjör ráða því hvernig efstu sæti framboðslistans fyrir kosningar til Alþingis næsta vor. Í prófkjörinu geta allir flokksmenn tekið þátt sem og þeir sem undirrita stuðningsyfirlýsingu við flokkinn. Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns í gær tilkynnti Jóhann Ársælsson á fundinum að hann gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Áður hafði hinn þingmaður flokksins í kjördæminu, Anna Kristín Gunnarsdóttir á Sauðárkróki, lýst því yfir að hún sæktist eftir 1. eða 2. sæti á framboðslista flokksins.

 

Á fundinum í gær lýstu nokkrir flokksmenn yfir áhuga á framboði en framboðsfrestur rennur út 30. september. Þeir eru Sveinn Kristinsson á Akranesi sem sækist eftir 1. sæti listans, Guðbjartur Hannesson á Akranesi sækist eftir 1. eða 2. sæti listans, Ragnhildur Sigurðardóttir í Snæfellsbæ sækist eftir 3. sæti listans, Sigurður Pétursson á Ísafirði sækist eftir 1.-4. sæti listans og Bryndís Friðgeirsdóttir sækist eftir 1.-3. sæti listans.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is