Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2006 08:49

Opin samkeppni um byggðamerki Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur auglýst opna samkeppni um byggðamerki fyrir hið nýja sveitarfélag sem varð til við sameiningu nokkurra sveitarfélaga í Borgarfirði í vor. Keppnin er öllum opin og eru íbúar sveitarfélagsins sérstaklega hvattir til þátttöku. Í verklagsreglum segir að merkið skuli hafa augljósa skírskotun til atriða eins og landafræði eða landslags svæðisins, sögu, menningar eða menningararfs, dýralífs eða flóru og atvinnuhátta eða atvinnulífs. Þá segir að hið nýja merki skuli ekki líkjast um of byggðamerkjum þeirra sveitarfélaga sem sameinuð voru og að það skuli teljast endingargott með tilliti til myndlíkinga þess.

 

Dómnefnd hefur verið skipuð og eru í henni Þór Þorsteinsson, Bjarni Guðmundsson, Sigurbjörk Ósk Áskelsdóttir, Bjarki Þorsteinsson og Ólafur Ingi Ólafsson auk þess sem félag Íslenskra teiknara mun tilnefna tvo menn. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sæti samkeppninnar. Fyrstu verðlaun færa höfundi 100 þúsund krónur, önnur verðlaun 75 þúsund og þriðju verðlaun 50 þúsund krónur. Að auki fær höfundur verðlaunamerkisins greiddar 250 þúsund krónur fyrir kaup á merki hans.

 

Skilafrestur rennur út þann 8. nóvember kl. 15.00. Úrslit verða kynnt á vef Borgarbyggðar sunnudaginn 19. nóvember.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is