Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2006 11:30

Leikskólinn Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit stækkaður

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að ráðast í stækkun leikskólans Skýjaborgar sem allra fyrst.  Skipað hefur verið í framkvæmdanefnd stækkunarinnar og í henni sitja Hlynur Sigurbjörnsson, Ása Helgadóttir og Þórdís Þórisdóttir. Í dag rúmar leikskólinn 30 börn en að sögn Einars Arnar Thorlaciusar sveitarstjóra er leikskólinn fullnýttur í dag. Biðlisti er við leikskólann og þurfa foreldrar því að nýta sér þjónustu dagmæðra. Í samtali við Skessuhorn segir Einar Örn að búið sé að ákveða stækkun sem nemur 18 leikskólaplássum. Hönnun er á lokastigi þessa dagana og liggur framkvæmdanefndin yfir teikningum.

 

 

Stefnt er að því að ganga til samninga um framkvæmdir við Akur hf. á Akranesi en það fyrirtæki reisti leikskólann fyrir nokkrum árum. Vonir standa til að stækkunin verði tekin í notkun í lok næsta sumars og segir Einar að rík áhersla verði lögð á að sú tímasetning standist. Sem kunnugt er ákvað sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar í sumar að leikskóli sveitarfélagsins væri gjaldfrjáls.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is