Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2006 01:57

Rekstur Félagsheimilisins Klifs laus til leigu

Snæfellsbær hefur auglýst rekstur Félagsheimilisins Klifs lausan til umsóknar frá og með 1. október nk. Breytingar urðu á rekstarfyrirkomulagi félagsheimilisins fyrir tveimur árum þegar það var fyrst boðið einkaaðilum til rekstar. Síðan þá hefur Undir jökli ehf., sami aðili og rekur Hótel Ólafsvík, séð um reksturinn. Nokkrar kvaðir eru á rekstrinum, en húsnæðið er sameign bæjarfélagsins og nokkurra félagasamtaka í bænum. Bæjarfélagið hefur forgang að húsinu með ýmsar skemmtanir og atburði á sínum snærum. Má þar nefna áramótaball, þorrablót og Færeyska daga, auk þess sem þar er boðið upp á starfsemi fyrir eldri borgara. Þá er leikfélagið með starfsemi sína í húsinu, sem og Sjóstangvæðifélag Snæfellsbæjar.

 

Þá má nefna að áframhald verður á bíósýningum Lionsklúbbs Ólafsvíkur, en klúbburinn kom að uppbyggingu hússins. Þá hafa Skólastofnanir bæjarins og foreldrafélög áfram aðgang að húsinu. Snæfellsbær mun hafa afnot á húsinu á virkum dögum endurgjaldslaust til fundahalda og mannfagnaða ef á þarf að halda.

 

Eyþór Björnsson bæjarritari í Snæfellsbæ sagði í samtali við Skessuhorn að góð reynsla væri af þessu rekstrarfyrirkomulagi. Þetta hafi komið ágætlega út fyrir sveitarfélagið og þar á bæ vonuðust menn til þess að það tækist að leigja reksturinn út á ný. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Eyþór eða senda bréf á skrifstofu Snæfellsbæjar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is