Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2006 04:08

„Endurreisa þarf velferðarsamfélagið“ segir Guðbjartur Hannesson

Guðbjartur Hannesson skólastjóri á Akranesi segir að stjórnarfarið í landinu hafi hvatt hann til dáða þegar hann tók þá ákvörðun að gefa kost á sér í prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Hann tilkynnti um ákvörðun sína á fundi kjördæmisráðs flokksins sem haldinn var á Ísafirði á laugardag.  Hann segir í samtali við Skessuhorn að á undanförnum árum hafi ítrekað verið skorað á sig að bjóða sig fram til Alþingis.

„Ég hef verið í sérlega gefandi og skemmtilegu starfi og því ekki talið tímabært að bjóða mig fram. Nú þegar Jóhann Ársælsson ákvað að hætta þingstörfum ákvað ég að verða við þessari áskorun og gefa Samfylkingarfólki og stuðningsmönnum á Norðvesturlandi kost á að bjóða mig fram í 1. eða 2. sæti á lista flokksins í vor“.

 

 Guðbjartur hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum í stjórnmálastarfi, setið í bæjarstjórn Akraness í 12 ár, setið í ótal ráðum og nefndum og stjórnum fyrirtækja, meðal annars í bankaráði Landsbankans í nokkur ár.  „Nú síðast hef ég setið í Framtíðarhópi Samfylkingarinnar og tekið þátt í afar skapandi umræðu um framtíðarsýn í hinum ýmsu málaflokkum. Eftir 25 ára skólastjórn og viðbótarnám í fjármálum og menntun þá langar mig að nýta þessa reynslu mína á nýjum vettvangi.  Stjórnarfarið í landinu hefur hvatt mig til dáða.  Ég hef eins og svo ótal margir fyllst réttlátri reiði yfir vaxandi óréttlæti og ójöfnuði undir sitjandi ríkisstjórn.  Hverfa þarf frá sérhyggjunni, forréttindum hinna ríku og virðingarleysinu gagnvart fólki og náttúru.  Ný ríkisstjórn þarf að byggjast á megin styrkleika íslenskt samfélags, það er samábyrgð, jafnræði og jöfnum tækifærum.  Endurreisa þarf velferðarsamfélagið.  Þá skiptir miklu að jafnræðis sé gætt til dæmis milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis, en það er langt í frá að svo sé og engin teikn að svo kölluð markaðsöfl tryggi slíkt jafnræði“ segir Guðbjartur.

 

Aðspurður segir  hann að Samfylkingin þurfi að styrkjast í komandi kosningum ekki hvað síst í Norðvesturkjördæmi.  „Frjálslyndur jafnaðarflokkur eins og Samfylkingin er einfaldlega eini kosturinn fyrir kjósendur til að gefa skýr skilaboð um ósk um breytta stjórnarstefnu og ég hef áhuga á að leggja mitt að mörkum til að svo megi verða“ segir Guðbjartur að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is