Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. september. 2006 04:08

„Í vor þarf að fella lúna ríkisstjórn“ segir Sveinn Kristinsson

Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi á Akranesi segir félagsleg sjónarmið og áherslur Samfylkingarinnar þurfa að verða grundvöllur að stefnu nýrrar ríkisstjórnar að loknum kosningum á næsta ári. Sveinn tilkynnti á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi um síðustu helgi að hann sæktist eftir að skipa efsta sæti á lista flokksins í kjördæminu. Hann segist alltaf hafa haft brennandi áhuga á félagsmálum og alltaf tekið þátt í svoleiðis stúss, hvar sem hann hefur búið.

 

 

Sveinn hefur að sögn ávallt tekið þátt í launa- og réttindabaráttu sinna stétta og verið þátttakandi í stjórnmálastarfi frá því á unglingsárum. Þá hefur hann setið í fjölda nefnda og stjórnum fyrirtækja svo sem Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahafna. Hann hefur setið í bæjarstjórn Akraness í þrjú kjörtímabil, en tvö þau síðustu ýmist sem formaður bæjarráðs eða forseti bæjarstjórnar. Þá hefur hann síðastliðin fimm ár sinnt störfum fyrir Rauða kross Íslands. „Ég hef gaman af því að takast á við ögrandi verkefni og þegar það getur staðið til boða að sinna þingmennsku fyrir Norðvesturkjördæmið finn ég að ég get ekki látið það tækifæri fram hjá mér fara. Ég þekki sveitarstjórnarmálin út í hörgul, hef um dagana sankað að mér fjölbreyttri reynslu á mörgum sviðum, bæði úr samfélaginu almennt og atvinnulífinu. Ég er fæddur og uppalinn á ysta hjara Vestfjarða ,en uni mér vel hvort sem er í þéttbýli eða í einangrun nyrstu  Stranda. Ég tel að mín fjölbreytta reynsla og samfélagssýn muni gagnast vel ef ég fæ umboð til að beita mér fyrir hönd íbúanna í kjördæminu og fyrir þjóðina í heild. Þess vegna legg ég kátur í þetta ferðalag með viljann og  reynsluna í farteskinu“ segir Sveinn.

 

Hann segir Samfylkinguna sterkasta málsvara jafnaðar og félagshyggju á Íslandi. Staða flokksins í kjördæminu og á landsvísu sé sterk en hana þurfi að styrkja enn frekar.  „Hin félagslegu sjónarmið og áherslur Samfylkingarinnar þurfa að verða grundvöllur að stefnu nýrrar ríkisstjórnar. Á komandi vetri þarf að kynna stefnuna af krafti og í kosningunum í vor fá kjósendur tækifæri til að fella lúna hægri ríkisstjórn og fá í staðinn nýja og kraftmikla jafnaðar- og félagshyggjustjórn“ segir Sveinn Kristinsson.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is