Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. september. 2006 09:05

Samgönguráðherra boðar hert viðurlög við umferðrarlagabrotum

Í samgönguráðuneytinu hefur undanfarið verið unnið að breytingum á umferðarlögum í því skyni að sporna gegn hraðakstri. Mikil umræða hefur verið í gangi í samfélaginu um umferðarmenningu og hefur hún fyrst og fremst snúið að hraðakstri. Skessuhorn hefur tekið virkan þátt í því að reyna að bæta umferðarmenningu þjóðarinnar og ræddi af því tilefni við Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra.

 

Sturla segir að undanfarið hafi verið unnið að því að breyta lagarammanum svo hægt sé að hækka sektir við umferðarlagabrotum. „Við höfum unnið að þessu í sumar og ætlum að reyna að fara af stað með málið í haust. Hugmyndin er að herða viðurlög við alvarlegum umferðarlagabrotum, t.a.m. með hærri sektargreiðslum.“ Sturla segir að málið eigi eftir að kynna fyrir ríkisstjórn og leggja fyrir alþingi og því vilji hann ekki fara nánar út í fyrirhugaðar breytingar á þessu stigi málsins.

 

Ráðherra segir að fyrirhugaðar breytingar séu hluti af umferðaröryggisáætlun og einnig standi til að herða eftirlit með umferðinni. Vegagerðin muni setja upp fleiri efirlitsmyndavélar í samráði við lögregluna. Fjármunir til verkefnisins muni koma frá samgönguáætlun.

 

Sturla segir að stór þáttur í bættri umferðarmenningu sé aukin fræðsla til verðandi ökumanna. „Við ætlum að stórauka fræðslustarf í grunn- og framhaldsskólum. Í Grundaskóla hefur verið unnið feiknarlega merkilegt starf í þessum málum sem hefur smitað út frá sér til fleiri skóla. Þá er ætlunin að koma upp ökugerði fyrir verðandi ökumenn og að breyta reglugerð þannig að frá ársbyrjun 2008 verði akstur í því skilyrði fyrir ökuréttindum. Við höfum verið í samstarfi við Akraneskaupstað um verkefnið sem og Ökukennarafélag Íslands. Aðalatriðið er að breyta hugsunarhætti ökumanna.“

 

Aðspurður segir ráðherra að hvað varðar flutninga á eldfimum efnum sé það utan þessa sviðs og verið sé að vinna að þeim málum á öðrum vettvangi. Hins vegar segir hann að búast megi við því að sektir fyrir akstri með of háan farm í gegnum Hvalfjarðargöng verði endurskoðaðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is