Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. september. 2006 02:54

Leiga á íbúðum aldraðra í Stykkishólmi hækkar

Búist er við að húsaleiga á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi hækki á næstunni um allt að 10%. Rekstararreikningur heimilisins var lagður fram á stjórnarfundi fyrir skömmu og kom þar fram að 7,2 milljóna króna tap var á rekstrinum. Rekstur heimilisins er tvíþættur, annars vegar dvalarheimilið sjálft, en rekstur þess gekk ágætlega og fór 100 þús. kr. fram úr fjárframlögum. Hins vegar er rekstur þjónustuíbúða. Sá rekstur skilaði tapi og í kjölfar umræðna um málið var rætt um að hækka húsaleigu um 10%.

 

Ákvörðun hefur ekki verið tekin, en búast má við að þetta haldist í hendur við hækkun á leigu félagslegra íbúða, en hún hækkaði um 10% og er gert ráð fyrir að hún verði endurskoðuð miðað við vísitölu fjórum sinnum á ári.

 

Eignarfyrirkomulag þjónustuíbúðanna er þannig að bæjarfélagið á 80% en íbúar 20%. Guðmundur Andrésson, innheimtustjóri hjá Stykkishólmsbæ, sagði íbúðirnar misstórar og því erfitt að nefna dæmi um hve há hækkunin væri í krónum talið. Hann nefndi þó dæmi af tveggja manna íbúð sem kostar nú í leigu ríflega fjörutíu þúsund og einnig einstaklingsíbúð sem kostar tæplega tuttugu þúsund. Leigan mundi þá hækka um fjögur þúsund krónur annars vegar og tvöþúsund hins vegar í þessum dæmum.

 

Jóhanna Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins, sagði í samtali við Skessuhorn að leiga hefði ekki verið hækkuð í húsunum síðan árið 1999. Nú væri svo komið að mikið tap væri á rekstrinum og ef ekkert yrði að gert mundi það halda áfram að aukast. Komið væri að viðhaldi húsnæðisins og það kostaði töluvert. Hún sagði að hækkanir kæmu alltaf illa við fólk, en hún efaði ekki að íbúar myndu skilja ástæðu þessara hækkana. Jóhanna sagði að nauðsynlegt væri að koma hlutunum þannig fyrir að svona hlutir gerðust nokkuð sjálfkrafa, þannig að tekjur stæðu undir gjöldum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is