Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. september. 2006 08:00

Friðardagur Sameinuðu þjóðanna á morgun

Soroptimistaklúbbur Akraness óskar eftir því að fá birta eftirfarandi umfjöllun um friðardag Sameinuðu þjóðanna:  

Þann 21. september er alþjóðlegur friðardagur Sameinuðu þjóðanna. Soroptimistahreifingin (Soroptimist International) minnist dagsins ár hvert með ýmsu móti. Erlendis komu Soroptimistar til dæmis á friðarhlaupi, plöntuðu friðartrjám, bjuggu til friðardúkkur og stofnuðu til ýmissa verkefna sem höfðu aðaláherslu á frið í þágu kvenna.

 

Kjörorð Evrópusambands Soroptimista þetta starfsárið er: „Konur vinna að friði að staðarhefð” (“Let´s Build Peace through local Heritage”). Sameinuðu þjóðirnar hafa boðað einnar mínútu þögn í þágu friðar (The Minute of Silence) sem auglýst verður í fjölmiðlum. Soroptimistasamband Íslands hefur einnig verið virkt í þágu friðar og gaf meðal annar út í sumar fallegt friðarkort sem selt er til ágóða fyrir íslensku klúbbana og hefur Soroptimistaklúbbur Akraness einnig kortin til sölu.

 

Hér á eftir fer þýðing á friðarboðskap Sameinuðu þjóðanna til allra þjóða og er birt í formi póstkorts (sjá póstkortið á www.soroptimisteurope.org):

 

Eftirfarandi eru 10 aðferðir sem Sameinuðu Þjóðirnar beita á hverjum degi í þágu friðar. Alþjóðadagur friðar er 21. september. Minnstu þess dags með því að taka þér stundarkorn til að segja okkur hvað þú getur gert í þágu friðar.

 

Sameinuðu þjóðirnar:

 

1. Eru samnefnari 192 landa, sem leitast við að hindra og leiða til lykta deilur og stríð.

2. Styðja mannréttindi, öllum til handa.

3. Útvega mat, vatn, húsaskjól og lyf fyrir fórnarlömb stríðs og hamfara.

4. Þróa alþjóðlega samninga um að berjast gegn hryðjuverkum, eiturlyfjum, afbrotum og ólöglegum vopnum og stuðla að umhverfisvernd.

5. Koma á fót friðarstarfsemi til hjálpar löndum, sem eru að ná sér eftir stríð.

6. Styðja lýðræði, frjálsar og réttlátar kosningar og gott stjórnarfar.

7. Koma á fót alþjóðadómstólum til að fjalla um stríðsglæpi og brot á lögum um mannréttindi.

8. Hvetja til friðarmenningar með samræðum, menntun og upplýsingum.

9. Eru leiðandi afl í baráttunni gegn fátækt, hungri og sjúkdómum.

10. Aðstoða við efnahags- og félagslega þróun.

 

Með friðarkveðju,

Sorptimistaklúbbur Akraness (thes@mi.is).

Sjá vefinn: www.soroptimist.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is