Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. september. 2006 07:10

Námskeið um menningarsögu íslenska dreifbýlisins

Landbúnaðarháskóli Íslands býður brátt upp á námskeið í samvinnu við Reykjavíkur Akademíuna um íslenska dreifbýlið. Námskeiðið, sem nefnist Íslenska dreifbýlið: Öðruvísi menningarsaga, hefst fimmtudaginn 12. október og verður vikulegt í þrjár vikur. Bókmenntafræðingurinn Viðar Hreinsson sér um námskeiðið. Viðar mun fjalla um hvaða mynd er dregin upp af íslenskri menningu í hefðbundnum söguritum og  ræða um sérkenni íslenskrar menningar í ljósi þess að öldum saman var hér dreifbýlissamfélag þar sem ríkti einstæð bók- eða handritamenning. Eitt sérkenni þessarar bókmenningar er staðbundin sagnaauðlegð og víðtækur fróðleikur og ritfærni sjálfmenntaðra sveitamanna. Hvert hérað á sér sína sagnaritara og sagnaþætti.

 

Undanfarna áratugi hafa landbúnaður og dreifbýli legið undir ýmsu ámæli. Nú er farið að rofa til og breytt viðhorf birtast í vaxandi eftirsókn þéttbýlisbúa eftir jarðnæði til sveita. Hin staðbundna menning, sagnalist og fróðleikur gömlu bókmenningarinnar geta leikið veigamikið hlutverk í því að móta nýja sjálfsmynd einstakra byggðarlaga, sem nýtist til að mynda í menningartengdri ferðaþjónustu. Síðari hluti námskeiðsins fjallar um gömlu bókmenninguna í nýju samhengi þekkingarsamfélagsins.

Skráning á námskeiðið fer fram hjá Landbúnaðarháskólanum. Þátttakendum er bent á að búa sig undir námskeiðið með því að glugga í heimafróðleik fornan og nýjan, allt frá fornsögum til Kristleifs Þorsteinssonar og Borgfirskrar blöndu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is