Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. september. 2006 05:03

„Legg sérstaka áherslu á landbúnaðar- og umhverfismál” segir Ragnhildur Sigurðardóttir

Ragnhildur Sigurðardóttir umhverfisfræðingur í Snæfellsbæ segir Samfylkinguna eiga mikla möguleika í Norðvesturkjördæmi en hún hefur gefið kost á sér til setu í þriðja sæti framboðslista flokksins við komandi þingkosningar. Hún er fædd og uppalin í Ölfusi og lauk mastersgráðu í umhverfisfræði frá Landbúnaðarháskóla Noregs árið 1998. Sama ár keypti hún ásamt manni sínum, Gísla Erni Matthíassyni bónda, jörðina Álftavatn í Staðarsveit þar sem þau búa með sauðfé.

Að auki starfar hún sem lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og rekur lítið ráðgjafarfyrirtæki á sviði umhverfismála heima í sveitinni. Í samtali við Skessuhorn segist hún alla tíð hafa starfað mikið að félagsmálum og verið virk í stjórnmálum. Hún er nú meðal annars formaður Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar, formaður Samfylkingarinnar á Snæfellsnesi og situr í stjórn kjördæmisráðsins.

 

„Þriðja sæti listans verður baráttusætið í vor”. Ég hef verið vinstra megin við miðju í stjórnmálum allt frá unglingsárum og vil hafa meiri áhrif á samfélagið. Ég legg sérstaka áherslu á umhverfis-, landbúnaðar-, byggða- og jafnréttismál. Ef einhversstaðar er hægt að byggja upp réttlátt og gott samfélag þá er það á Íslandi. Ég tel að Samfylkingin eigi mikla möguleika í kjördæminu, og að við séum tilbúin til að taka við stjórn landsmálanna“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is