Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. september. 2006 03:00

Færslu lögheimilis í sumarhús í Hvalfjarðarsveit hafnað

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur hafnað ósk um lögheimilisflutning í sumarhús á þeim forsendum að húsið uppfylli ekki kröfur byggingareglugerðar um íbúðarhús þar sem herbergi hússins séu of lítil. Málið hafði áður komið til umræðu í byggingarnefnd sveitarfélagsins. Sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar segir að með dómi Hæstaréttar hafi skipulagsvaldinu verið kippt úr höndum sveitarfélaga.

 

 

Ljóst er að þessi umsókn er hluti af stærra máli, en það hefur farið í vöxt undanfarið að fólk sækir um að fá að flytja lögheimili sitt í sumarhús sín. Sveitarfélög hafa staðið gegn þessari þróun þar sem um skipulagða frístundabyggð er að ræða en ekki íbúðarbyggð. Hæstiréttur felldi hins vegar dóm í fyrra sem skyldaði Bláskógabyggð til þess að veita íbúa lögheimili í sumarhúsi sínu. Þessi dómur var stefnumarkandi og ljóst er að sveitarfélög um allt land munu þurfa að eiga við afleiðingar hans, því þetta mun klárlega færast í aukana.

 

Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar sagði í samtali við Skessuhorn að með dómi Hæstaréttar hefði skipulagsvaldinu verið kippt úr höndum sveitarfélaga. Þau hefðu rétt til þess að skipuleggja hvar íbúðarbyggð ætti að vera og hvar frístundabyggð. Geti menn flutt lögheimili sín í sumarhús sé það hverjum í sjálfsvald sett að ákveða hvað sé íbúðabyggð og hvað ekki, með þeim skyldum og kostnaði sem það hefur í för með sér fyrir sveitarfélögin. Einar sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem svona mál kæmi upp hjá sveitarfélaginu en hann bjóst eins við því að þeim gæti fjölgað. „Ef við verðum neyddir til að heimila þetta þýðir það að þjónusta sveitarfélagsins getur ekki orðið jafngóð og annarsstaðar, t.a.m. hvað varðar snjómokstur. Við fögnum hverjum nýjum íbúa en þarna er ekki gert ráð fyrir íbúðarbyggð þannig að þetta gengur ekki upp.“

 

Einar segir að vilji sé fyrir hendi hjá sveitarfélögunum til að standa gegn afleiðingum úrskurðar Hæstaréttar. Hann telur að sveitarfélög verði að standa saman og vinna í þessum málum og býst eins við að þau verði rædd á landsþingi Sambands íslenskra í næstu viku. Hvort það verði með því að knýja á lagabreytingar eða einhver önnur leið verður valin er ekki vitað. Fjölskyldan sem sækir um lögheimilisflutninginn býr nú þegar í húsinu og á barn sem gengur í Heiðarskóla. Ljóst er því að á einhvern hátt verður að taka á búsetumálum fjölskyldunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is