Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2006 08:00

Heilsugæslustöð krefur bæjarhátíð um kostnað við heilsugæslu

Skipulagsnefnd Færeyskra daga í Ólafsvík hefur alfarið hafnað greiðslu á hluta kostnaðar fyrir heilsugæslu þá daga er hátíðin stóð yfir. Framkvæmdastjórn Heilsugæslustöðvarinnar sendi skipulagsnefndinni bréf þar sem tilkynnt er að hún samþykki ekki að boðið sé til útihátíðar sem sé orðin að einni mestu sukkhátíð landsins. Skipulagsnefndin segir það ekki hlutverks sitt að fjármagna heilsugæsluþjónustu.

 

 

 

Forsaga málsins er sú að í júlí á síðasta ári sendi Björg Bára Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar í Ólafsvík skipulagsnefnd Færeyskra daga bréf þar sem vakin var athygli á því að aðsókn á hátíðina væri sífellt að aukast og samsetning gestanna hefði breyst. Fyrstu árin sem hátíðin var haldin hafi venjuleg vakt á Heilsugæslustöðinni ráðið við þjónustu við hátíðargesti. Hin síðari ár hafi tvöfaldur fjöldi starfsmanna vart haft undan og það hafi haft í för með sér „gífurlegan kostnað fyrir stöðina sem ekki fæst bætt frá ríki í formi aukafjárveitingar“ eins og segir í bréfi Bjargar Báru og segir að kostnaðurinn við hátíðina árið 2005 fari vart undir einni milljón króna. Jafnframt óskaði hún eftir því að mótshaldarar greiði þennan kostnað í framtíðinni og einnig að þeir greiði hluta kostnaðar ársins 2005.


Skipulagsnefndin svaraði Báru Björg samdægurs með bréfi þar sem fram kemur að nefndin telji að „það sé ríkisins að borga kostnaðinn í heilbrigðisþjónustu“ og tilkynnir að bréfi Báru Bjargar hafi verið vísað frá.

 

Að loknum Færeyskum dögum í ár sendir Bára Björg aftur bréf til nefndarinnar. Í því kemur fram að framkvæmdastjórn Heilsugæslustöðvarinnar samþykki ekki að boðið sé til útihátíðar „líka þeirri sem var í byrjun júlí hér í bæ“ því þróun mála hafi verið með þeim hætti að ekki verði við unað. Það sem áður hafi verið fjölskylduhátíð „er orðið að mestu sukkhátíð landsins“ eins og segir orðrétt í bréfinu. Þá segir einnig:„Við viljum því senda skýr skilaboð: Við samþykkjum ekki unglingadrykkju í bænum. Við samþykkjum ekki að börnin okkar geti ekki gengið óhult um götur bæjarins á löglegum útivistartíma. Við mótmælum því að boðið sé til slíkrar hátíðar á næsta ári“. Með bréfinu var sendur reikningur að fjárhæð 300 þúsund krónur sem sagður er hluti kostnaðar við vinnu starfsfólks stöðvarinnar á meðan á hátíðinni stóð.

 

Í opnu svarbréfi sem skipulagsnefndin sendi frá sér á dögunum er það ítrekað að það sé ekki í verkahring nefndarinnar að fjármagna kostnað við heilsugæslu og vísa til laga í því sambandi. Framkvæmdastjórnin þurfi því að snúa sér til ráðuneytis heilbrigðismála með beiðni um frekari fjárframlög „ef stofnunin telur að hún geti ekki haldið uppi fullri þjónustu“ á meðan á hátíðinni stendur.

 

Aðspurð hvort það væri í verkahring framkvæmdastjórnar Heilsugæslustöðvarinnar að mæla með eða á móti samkomuhaldi sagði Björg Bára í samtali við Skessuhorn að til þess að halda slíkar hátíðir þyrftu mótshaldarar aðgang að heilsugæslu. Með bréfinu hefði framkvæmdastjórnin verið að koma skoðun sinni á framfæri. Hún sagði alkunna að þeir sem héldu útihátíðir greiddu fyrir heilsugæslukostnað sem þar færi fram. Aðspurð hvort það stæðist lög að innheimta slíkan kostnað við bæjarhátíð sem Færeyska daga sagði hún að það yrði að koma í ljós. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið. Hún myndi ræða það beint við skipulagsnefndina en ekki í gegnum fjölmiðla.

 

Magnús Höskuldsson, sem sæti átti skipulagsnefnd Færeyskra daga í ár, sagðist í samtali við Skessuhorn að málið útrætt í nefndinni því enginn lagalegur réttur væri til innheimtunnar. Framkvæmdastjórn Heilsugæslustöðvarinnar væri því komin langt út fyrir sitt verksvið með útgáfu reikningsins og með þeim orðum sem í bréfi stofnunarinnar hefði komið fram.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is