Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2006 09:05

Umhverfisverðlaun Akraness afhent í gær

Eigendur þriggja garða á Akranesi fengu í gær afhentar viðurkenningar frá Umhverfisnefnd Akraness við hátíðlega athöfn í Kirkjuhvoli. Það voru garðarnir við Krókatún 9, Vesturgötu 64 og Vesturgötu 73. Garðarnir eru allir taldir sönnun þess að með bjartsýni og elju sé hægt að rækta nánast hvað sem er á Akranesi.

 

 

Í ávarpi sem Rannveig Bjarnadóttir formaður umhverfisnefndar flutti við afhendinguna segir að garðurinn við Krókatún 9 sé einstaklega fallegur og að sumu leyti ævintýralegur garður sem sé eiganda sínum til mikils sóma og öðrum til áminningar um hve mikið er hægt að gera með bjartsýnina og þrautseigjuna að vopni. Þá segir að í garðinum sé mikill fjöldi trjá- og blómategunda. Hengiplöntur hengdar upp á óvenjulegan og skemmtilegan hátt og garðálfar brosi við þeim sem um garðinn ganga. Garðurinn var jafnframt valinn fallegasti garður Akraness

 

Um garðinn við Vesturgötu 64 sagði Rannveig að hann væri stílhreinn og minnti lítið eitt á evrópskan hallargarð með slétta og fallega grasflöt og skipulagða röðun plantna. Burknar og orkideur séu áberandi í garðinum  og fari svo vel saman að unun sé á að líta. Um garðinn við Vesturgötu 73 segir hann sé stór og glæsilegur ævintýragarður sem gæti allt eins verið á suðlægum slóðum. Eigendur hans hafa komið fyrir nálægt 300 trjákenndum tegundum, 4-500 blómategendum, rósum, nokkrum tegundum ávaxtatrjáa t.d. 30-40 tegundum eplatrjáa svo og margar tegundir grænmetis. Þar sé að finna plöntur sem fáum dettur í hug að rækta á Íslandi, hvað þá á sjávarlóð á Neðri-Skaga þar sem enginn gróður var talinn þrífast.

 

Á myndinni hér til hliðar má sjá viðurkenningarhafana Christel Elvíru Einvarðsson, Ragnheiði Gísladóttur, Katrínu Snjólaugsdóttur og Jón Guðmundsson ásamt Rannveigu og Gunnari Sigurðssyni forseta bæjarstjórnar Akraness.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is