Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2006 09:45

Vistfólk vantar á dvalarheimilið í Stykkishólmi

Sú staða er komin upp á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi að það vantar vistfólk til að fylla upp í það pláss sem fyrir hendi er. Sýnir þetta ákveðna þróun í málefnum aldraðra, áherslu undanfarinna ára á það að gefa fólki kost á að dvelja lengur í heimahúsum. Á sama tíma hefur það aukist að fyrirspurnir koma úr öðrum byggðarlögum, aðallega Reykjavík, um pláss fyrir sjúklinga sem ekki hafa náð tilskyldum aldri.

 

Jóhanna Konráðsdóttir, framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins, sagði í samtali við Skessuhorn að til þess að reksturinn gengi stórslysalaust fyrir sig og hægt væri að reka heimilið á núlli, þyrfti helst ekki undir tuttugu vistmenn. Undanfarið hefur þeim fækkað sem leggjast inn til dvalar á heimilið, en þeim sem búa heima hjá sér hefur fjölgað. Jóhanna segir þetta eðlilega þróun og ánægjulega. Hins vegar telji hún ekki vanþörf á að leggjast yfir skipulag umönnunar aldraðra.

 

„Þó að fólk hafi ekki þörf fyrir sólarhhringseftirlit þá hefur það kannski þörf fyrir ákveðna þætti þjónustunnar,“ sagði hún í samtali við Skessuhorn. „Við þurfum því að velta því fyrir okkur hvort við eigum ekki að bjóða upp á dagvistun líkt og önnur bæjarfélög gera. Þannig getur fólk komið og nýtt sér ákveðna þætti þjónustunnar, böð eða félagslega þætti t.d., en verið að öðru leyti heima hjá sér.

 

Vantar fjárframlög

 

Jóhann segir að sífellt verði að endurskoða rekstrarformið svo hlutirnir gangi upp. Verið sé að reyna að gera hlutina rétt svo fólk fái það sem því ber án þess að fara fram úr þeim framlögum sem stofnuninni berast. „Við erum alltaf að skoða hvaða þjónustu við getum boðið upp á svo að þetta gangi upp. Fjárframlögin eru hins vegar of lág til þess að hægt sé að reka þetta sómasamlega, daggjöldin eru einfaldlega of lág.“

 

Jóhanna segir að þeir sem komi inn á dvalarheimilin séu oftar en ekki í mikilli þörf fyrir kostnaðarsama umönnum og stór hluti af því sé lyfjakostnaður. Á meðan ástandið er eins og það er í dag, þar sem vantar sjúklinga, og þar með þau framlög sem þeim fylgja, geti komið upp sú staða að það þurfi að endurskipuleggja fyrirkomulagið. „Það gæti orðið til þess að við þyrftum að fækka plássum og þar með starfsmönnum til að láta enda ná saman,“ segir hún.

 

Aðsókn úr Reykjavík

 

Undanfarið hefur nokkuð borið á því að fyrirspurnir komi frá stofnunum í Reykajvík um hvort laus séu pláss fyrir skjólstæðinga þeirra. Oft og tíðum er þar um fólk undir 67 ára aldri að ræða sem hvergi á heima í kerfinu. Oftast eru þar sjúklinar á ferð sem ekki er pláss fyrir í þeirra heimabyggð. Jóhanna segir að þetta sé oft fólk með vandamál sem ekki sé hægt að flokka undir þá þjónustu sem Dvalarheimilið veiti. „Neyðin í Reykjavík er hins vegar slík að í vissum tilfellum þurfa þeir að leita út fyrir borgarmörkin, sem er mjög slæmt. Það hlýtur að vera á ábyrgð hvers bæjarfélags að sinna sínum borgurum. Hér er líka oft um sjúklinga undir 67 ára aldri að ræða og við rekum dvalarheimli fyrir aldraða, ekki fyrir sjúklinga. Þó að við höfum laust pláss og þurfum á einstaklingum að halda rekstarlega séð, ber hverju bæjarfélagi að sjá fyrir sínu fólki,“ segir Jóhanna að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is