Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2006 11:44

Leiktíðin leggst vel í þjálfara Skallagríms

Með haustinu fer íþróttalíf að færast inn fyrir hússins dyr og einn af venjubundnum haustboðum er körfuboltinn.Fyrsta umferð keppnistímabilsins verður leikin þann 19. október og Skessuhorn fannst tilhlýðilegt að heyra í forsvarsmönnum vestlensku félagana af því tilefni og hóf leikinn á að slá á þráðinn til Vals Ingimundarssonar, þjálfara Skallagríms.

 

 

Valur segir að komandi leiktíð leggist ansi vel í sig. Hann segir liðið ekki hafa sett sér nein sérstök markmið um sæti en stefnan sé alltaf sú að gera betur í dag en í gær. Hann á von á því að Suðurnesjaliðin verði sterk nú sem endranær og nefnir einnig KR og Snæfell til sögunnar. „Svo verða einhver spútniklið og vonandi verðum við eitt þeirra.“

 

Nokkrar mannabreytingar hafa orðið á liði Skallagríms frá síðustu leiktíð eins og gengur og gerist. Þeir Hörður Unnsteinsson, Heiðar Lind Hansson og Adolf Kárason, allt ungir og efnilegir leikmenn, eru farnir frá liðinu, en þeir fóru allir suður til náms. Í hópinn hafa hins vegar bæst nokkrir leikmenn.  Hermann Daði Hermannsson kemur frá Þór á Akureyri. Hann er fluttur í Reykholtsdal en kona hans mun vera þaðan. Þá gengur KR-ingurinn Sveinn Blöndal til liðs við Skallagrím, en hann er nemi á Bifröst. Darryl Flake, Bandaríkjamaður sem leikið hefur með KR og Fjölni, bætist einnig í hópinn.

 

Segja má að alvaran byrji strax á morgun, því Skallagrímur og Snæfell leika æfingarleik í Borgarnesi klukkan 20:30 annað kvöld. Aðspurður hvernig standi á því að körfuboltinn blómstri jafn vel á Vesturlandi og raun ber vitni segir Valur það vera spurningu um vilja. „Ef maður vill láta boltann blómstra þá blómstrar hann.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is