Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2006 07:30

Snæfell stefnir hátt í körfunni

Daði Heiðar Sigurþórsson formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells segir mikla bjartsýni ríkja í Hólminum fyrir komandi leiktíð. Liðið byggir að mestu leyti á leikmönnum sem spilað hafa saman um nokkurra ára skeið og nokkrir fyrrum leikmenn liðsins snúa aftur. Þeir þrír erlendu leikmenn sem léku með liðinu í fyrra eru allir hættir, sem og Lýður Vignisson fyrirliði. Hann var mikið meiddur á síðasta tímabili og er nú kominn í nám í akademíunni í Keflavík, en mun ekki leika neitt í ár.

 

 

Einn Bandaríkjamaður mun leika með liðinu í vetur, Justin Shouse. Þeir Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson, ganga aftur til liðs við Snæfell frá hollenska liðinu Woonaris og Hólmarinn Daníel Ali Kazmi er kominn aftur heim eftir nám í Bandaríkjunum. Þá er Guðni Valentínusson kominn til liðsins frá Fjölni.

 

Daði segir að einnig sé mikið um unga leikmenn sem alist hafi upp hjá félaginu.

Aðspurður segist hann búast við því að Snæfell verði í toppbaráttunni í ár ásamt fleiri liðum. „Það er erfitt að líta framhjá liðum eins og Njarðvík og Keflavík, við verðum líklega að berjast við þau. Skallagrímur var spútniklið í fyrra en það er erfitt að segja til um hvernig þetta verður fyrr en deildin er farin af stað og maður hefur séð liðin spila. Eins gætu Haukar komið á óvart og ÍR hefur burði til að koma sér í fremstu röð á næstu árum með frábærum þjálfara.“

 

Þjálfarinn sem Daði vísar til er Bárður Eyþórsson sem þjálfaði Snæfell til margra ára en yfirgaf herbúðir liðsins í vor. Í stað hans er kominn Bandaríkjamaður, Geoff Kotila að nafni, sem þjálfað hefur í Danmörku undanfarin tíu ár. Daði er ánægður með nýja þjálfarann og segir að ekki nema það besta hafi dugað til að fylla það skarð sem Bárður skyldi eftir sig. „Hann er að gera ofboðslega fína hluti. Það er hvalreki fyrir okkur og íslenskan körfubolta að fá hann hingað. Það er ekki mikið af alvöruþjálfurum sem koma inn í deildina, þetta eru oftar en ekki fyrrverandi leikmenn en ekki menn sem hafa stúderað þessi fræði út í eitt. Með honum kemur ferskt blóð inn í íslenskan körfuknattleik,“ segir Daði að lokum.

 

Eins og Skessuhorn hefur greint frá leikur Snæfell æfingarleik við Skallagrím í Borgarnesi í kvöld klukkan 20:30.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is