Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2006 03:37

Rjúpnaveiði leyfð fjóra daga vikunnar frá 15. okt – 30. nóv

Umhverfisráðherra hefur ákveðið fyrirkomulag veiða á rjúpu haustið 2006. Veiðitímabilið verður eins og í fyrra frá 15. október til 30. nóvember en sú nýjung tekin upp að einungis verður leyft að veiða fimmtudaga til sunnudaga. Áfram verður sölubann á rjúpu og afurðum hennar, eins og segir í tilkynningunni. Þá hvetur ráðherra til hófsamra og ábyrgra veiða. Í samvinnu við dómsmálaráðuneytið verður veiðieftirlit úr lofti eftir því sem kostur er

 

 

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir: “Náttúrufræðistofnun mat veiðiþol rjúpnastofnsins fyrir umhverfisráðuneytið og byggðist matið á þeirri stefnu stjórnvalda að rjúpnaveiðar séu sjálfbærar. Það var mat stofnunarinnar að óvæntir atburðir hefðu orðið í rjúpnastofninum og talningar sýndu að stofninn er á niðurleið eftir tveggja ára uppsveiflu. Varpstofn 2006 er talinn 180.000 fuglar og er það fækkun um 40.000 fugla frá í fyrra. Við mat á veiðiþoli er miðað við að afföll unga verði nú á haustdögum líkt og 2005 og útreikningar á stærð veiðistofns miðast við að hlutfall unga verði 70%, þ.e. það sama og haustið 2005. Stofnunin mat stærð veiðistofns 2006 um 500.000 fugla og ásættanleg veiði um 45.000 fuglar.

 

Umhverfisráðherra ákvað í fyrra að veiðitíminn yrði frá 15. október til 30. nóvember auk þess sem bannað var að selja rjúpu. Stjórn rjúpnaveiða árið 2005 tókst ágætlega. Stefnt var að 70.000 fugla veiði og mat Umhverfisstofnunar er að heildarveiði hafi verið á bilinu 70.000 til 75.000 fuglar. Miðað við sóknargetu veiðimanna er augljóst að þeir hafa langflestir dregið verulega úr veiðum sínum og þannig orðið við áskorun um að sýna hófsemi við veiðar.

 

Þrátt fyrir þetta gengu væntingar um afkomu rjúpunnar ekki eftir. Ljóst er að margir þættir aðrir en skotveiðar hafa áhrif á afkomu rjúpunnar og það er talið líklegt að óhagstætt tíðarfar sumar og haust 2005 hafi verið afdrifaríkt. Í fyrra kom haustið snemma og var rysjótt auk þess sem slæmt vorhret í lok maí olli vanhöldum í varpi.”

 

Teikning: Jón Baldur Hlíðberg.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Um sótthví

Grundarfjarðarbær

Sumarstörf 2020

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 16. mars 2020

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 15. mars 2020

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is