Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2006 04:24

Kristinn H. vill prófkjör meðal flokksmanna

Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi telur eðlilegt að prófkjör meðal flokksmanna ráði uppstillingu framboðslista flokksins í kjördæminu. Hann vill ekki segja að hugmyndir um að tvöfalt kjördæmisþing ráði uppstillingu sé beint gegn sér en sú tilhögun hafi bitnað á sér þegar síðast var stillt upp lista í kjördæminu.

 

 

Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í gær telur Sigurður Árnason formaður Kjördæmasambands Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi víst að stjórn sambandsins muni leggja það til að atkvæðagreiðsla á tvöföldu kjördæmisþingi muni ráða skipan framboðslista flokksins við kosningarnar í vor. Kjördæmasambandið kemur saman til fundar á Varmalandi á laugardaginn þar sem tilhögun uppstillingar verður ákveðin.


Kristinn H. segir að með  því að láta tvöfalt kjördæmisþing ráða uppstillingunni sé ákvörðunarvaldið tekið úr höndum 80% flokksmanna í kjördæminu. Hann telur prófkjör meðal flokksbundinna mun farsælla leið og farsælast sé að sú kosning fari fram í pósti. Það sé aðferð sem er þrautreynd og hafi reynst vel bæði í Framsóknarflokknum og öðrum flokkum.

 

Talsverð átök hafa verið innan Framsóknarflokksins að undanfarin ár. Kristinn hefur sem þingmaður tengst hluta þeirra átaka. Hann segir að í ljósi atburða liðinna ára sé afar mikilvægt öllum flokksmönnum sé gefinn kostur á að velja sína forystumenn en valið ekki einskorðar við mikinn minnihluta félagsmanna. Hann telur víst að á kjördæmisþinginu á laugardaginn komi fram tillaga um að efnt verði til prófkjörs meðal allra flokksmanna.

 

Sem kunnugt er svipti þingflokkur Framsóknarflokksins Kristin á sínum tíma öllum sætum í nefndum á Alþingi og var sú ákvörðun einsdæmi í þingsögunni. Aðspurður hvort hann telji þær hugmyndir, að láta tvöfalt kjördæmisþing ráða uppröðun framboðslistans, beinist gegn honum segist hann ekki vilja halda því fram. Það sé hins vegar ljóst að sú skipan fyrir síðustu kosningar hafi bitnað á sér. Í því sambandi bendir hann á að í fyrstu atkvæðagreiðslu um skipan fyrsta sætis hafi hann fengið flest atkvæði eða rúman þriðjung. Hefði slík niðurstaða orðið í prófkjöri hefði fyrsta sætið orðið hans.  En vegna sérstakra ákvæða hefði síðan verið kosið á ný á milli tveggja efstu manna og þá hafi Magnús Stefánsson farið með sigur af hólmi og hreppt forystusætið. Þessi sérstöku ákvæði um endurkosningu giltu ekki t.d. á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is