Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2006 09:26

Valdimar Sigurjónsson vill á lista Framsóknarflokksins

Valdimar Sigurjónsson nemi við Háskólann á Bifröst hefur ákveðið að sækjast eftir 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir næstu kosningar til Alþingis. Valdirmar er viðskiptalögfræðingur að mennt og stundar nú nám í skattarétti við Háskólann á Bifröst. Hann er fæddur og uppalinn á Glitstöðum í Norðurárdal en fluttist á unglingsárum til Reykjavíkur og bjó þar til ársins 2003 er hann hóf nám á Bifröst. Hann skipaði 6. sæti á lista Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í Borgarbyggð í vor.

 

 

Í tilkynningu sem Valdimar sendi frá sér segir meðal annars að sú gríðarlega jákvæða þróun sem orðið hafi í hans heimahögum við uppbyggingu Háskólans á Bifröst gefi honum innblástur „ um að með markvissri stefnumótun sé hægt að snúa þeirri neikvæðu þróun sem átt hefur sér stað víðsvegar um kjördæmið til betri vegar“. Auk byggðamála eru mennta- velferðarmál honum hugleikin „ en miklar þjóðfélagsbreytingar á síðustu misserum kalla á að sveitarfélög fái meiri sjálfsstjórn í sínum málum og geti byggt þessa málaflokka upp af þeim sveigjanleika, krafti og öryggi sem þarf til að skapa sterka einstaklinga og sterka heild sem nýtist byggðarlögunum og samfélaginu öllu“ segir orðrétt í tilkynningu Valdimars.


Hann telur mikilvægt að Framsóknarflokkurinn komi sterkur út úr næstu kosningum og til þess að svo megi verða sé mikilvægt að á lista flokksins veljist breiður hópur „sem hefur fjölbreyttan bakgrunn“.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is