Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2006 11:05

Akraneskaupstaður segir upp viðskiptum við Landsbanka Íslands

Bæjarráð Akraness samþykkti í gær að fela bæjarstjóra að segja upp viðskiptum við Landsbanka Íslands á Akranesi. Sveinn Kristinsson fulltrúi Samfykingarinnar í bæjarráðs sat hjá við afgreiðslu málsins og hefur óskað eftir nánari upplýsingum um málið. Að sögn Gísla S. Einarssonar bæjarstjóra er um að ræða öll helstu viðskipti bæjarins í fjármálum sem Landsbankinn hefur haft með höndum um áratuga skeið.

 

 

Nokkrar deilur urðu innan bæjarstjórnar í vetur eftir að starfsmenn bæjarfélagsins fengu launaseðla sína senda í pósti í upphafi árs með korti frá Landsbankanum á Akranesi þar sem útibússtjórinn tilkynnti að markvisst yrði leitast við að gera sérstaklega vel við starfsmenn bæjarins í öllum þeirra bankaviðskiptum og kjörum. Einnig bárust harðorðar athugasemdir frá öðrum bankastofnunum. Aðspurður hvort uppsögn samninga við Landsbankann nú eigi rætur í þessu máli segir Gísli S. Einarsson svo ekki vera. Meirihluti bæjarstjórnar hafi einfaldlega mótað þá stefnu að bjóða þessi viðskipti út. Þar hafi ekki ráðið nein óánægja með viðskiptin við Landsbankann. Hann segir útboð fara fram innan skamms en uppsagnarfrestur viðskipta er þrír til sex mánuðir.

 

Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar Akraness segir eðlilegt að fjármálastofnanir keppi um viðskipti í útboði eins og gengur og gerist í öðrum viðskiptum. Þessi ákvörðun bæjarráðs sé einfaldlega verið að fara sömu leið og mörg önnur sveitarfélög hafa farið á liðnum árum.   

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is