22. september. 2006 03:26
Byggðaráð Borgarbyggðar hefur tilnefnt Sveinbjörn Eyjólfsson sem fulltrúa sveitarfélagsins í undirbúningshóp um stofnun Landbúnaðarsafns Íslands. Þetta var ákveðið í framhaldi af bréfi sem Bjarni Guðmundsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands sendi sveitarstjórn. Í bréfinu ræðir Bjarni undirbúning að stofnun safnsins og vísar til góðra undirtekta fráfarandi sveitarstjórna Borgarbyggðar og Borgarfjarðarsveitar við málið. Fram kemur að í undirbúningi sé stofnun sjálfseignarstofnunar um málið. Undirbúningshópurinn verður skipaður fulltrúum frá Bændasamtökum Íslands auk fulltrúar frá Landbúnaðarháskólanum.