Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. september. 2006 11:19

Lífskraftur á landi og sjó

Bragi Þórðarson útgefandi í Hörpuútgáfunni á Akranesi lætur ekki deigan síga í útgáfu fróðlegra og skemmtilegra bóka. Þó svo Hörpuútgáfan, fyrirtæki þeirra hjóna Elínar og Braga, hafi dregið verulega saman seglin, lætur Bragi ekki staðar numið við eigin ritsmíðar, en hann er kunnur fyrir bækur sem fjalla um fólk og atburði á heimaslóðum á Akranesi og í Borgarfirði. Þannig hefur Bragi átt þátt í að færa í letur ýmsan mannlegan fróðleik sem vafalaust ella hefði glatast. Hann sendir nú frá sér á markað sína fimmtándu bók; Lífskraftur á landi og sjó. Í bókinni eru sagðar sögur sex kraftmikilla og viljasterkra einstaklinga, sem hver um sig lét verkin tala og settu svip á samtíð sína. Þættirnir heita:

 

Hættuspil á hafinu; Þórður Guðjónsson skipstjóri. Þórður komst oft í hann krappann á löngum sjómannsferli sínum og átti því láni að fagna að bjarga mörgum sjómönnum úr sjávarháska. Hann taldi að yfir sér væri vakað af æðri máttarvöldum.

Fyrsta konan sem las passíusálmana í útvarpið; Valbjörg Kristmundsdóttir. Hún ólst upp hjá vandalausum, varð einstæð móðir rúmlega tvítug. Hún segir frá erfiðum uppvexti, vinnumennsku í Borgarfirði og síldarsöltunarárum á Siglufirði.

Höfðingi smiðjunnar; Þorgeir Jósefsson athafnamaður. Kjarkur, takmarkalaus bjartsýni og harður vilji einkenndu öll hans störf. Hann var þekktur fyrir tilsvör sín sem mörg lifa enn góðu lífi. Minningar frá litríkum og stormasömum æviferli.

Kynjarödd í konubarka; Hallbjörg Bjarnadóttir. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að syngja djass og dægurlög. Hún gat sungið með fegurstu sópranrödd, en líka djúpri bassarödd. Í bókinni rifjar Hallbjörg upp æskuárin á Akranesi.

Vélsmiður í Winnipeg; Einar Vestmann vélsmiður. Einar flutti til Kanada í ævintýraleit. Starfaði sem fiskimaður við Winnipegvatn og vélsmiður í Gimli. Hann missti eiginkonuna frá átta börnum og flutti með þeim eignalaus til Akraness alþingishátíðarárið 1930.

Þórunn í Höfn og þáttur af Bjarna sauðamanni; Þórunn Sívertsen í Höfn. Hún fór ung til lækninga og mennta í Skotlandi og nam enskra tungu. Giftist Torfa bónda í Höfn. Þórunn tók virkan þátt í félagsstarfi, var snjöll ræðukona og ritfær svo athygli vakti.

 

Bókin Lífskraftur á landi og sjó er 220 blaðsíður og prýdd 140 ljósmyndum. Guðjón Hafliðason hannaði og teiknaði kápu. Bragi sagði í samtali við Skessuhorn að fyrst um sinn verði bókin eingöngu seld hjá Hörpuútgáfunni á sérstöku útgáfutilboði á kr. 3.480, en auglýst verð er 4.490.  Þeim, sem vilja nálgast bókina á þessu kynningarverði hjá Braga, er bent á síma útgáfunnar, 431-2860 og netfang: horpuutgafan@horpuutgafan.is Þá verður bókin einnig fáanleg á hljóðbók.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is