Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. september. 2006 01:54

Ítreka kröfu um að veglína um Borgarnes verði færð

Á fundi byggðaráðs Borgarbyggðar þann 6. september sl. var samþykkt að ítreka samþykktir síðustu sveitarstjórnar Borgarbyggðar þar sem því er beint til vegamálastjóra að færsla þjóðvegar 1 við Borgarnes verði sett í samgönguáætlun. Á fundi bæjarstjórnar þann 15. september sl. var afgreiðsla byggðaráðs staðfest með átta atkvæðum af níu, en einn bæjarfulltrúi, Jenný Lind Egilsdóttir (B) sat hjá. Þannig má segja að þverpólitísk samstaða sé um að ýta á samgönguyfirvöld að hraðað verði undirbúningi að færslu veglínu þjóðvegarins um Borgarnes á fyllingu úti í firðinum og meðfram byggðinni, í stað þess að öll umferðin fari áfram í gegnum byggðina.

 

“Núverandi sveitarstjórn hefur þannig staðfest vilja síðustu sveitarstjórnar í þessu efni. Það er óásættanlegt bæði fyrir íbúa í Borgarnesi út frá öryggissjónarmiðum og vegfarendur sem hér eiga leið um að öll umferðin fari um núverandi veg sem er alltof þröngur til að bera þá miklu umferð sem hér fer um,” sagði Páll S Brynjarsson, sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn. Hann segir að eftir sé að koma nýrri veglínu í gegnum umhverfismat og framkvæmdin sem slík sé af þeirri stærðargráðu að hún þurfi að fara inn á langtímaátlun Vegagerðarinnar. Því sé ekki hægt að segja fyrir um það hvenær af þessum framkvæmdum geti orðið, en ítrekar að það hljóti að auðvelda samgönguyfirvöldum ákvörðun í málinu að vilji sveitarfélagsins liggi fyrir með þetta skírum hætti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is