Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2006 12:13

Vélaskemma brann á Þorgautsstöðum

Mikið tjón varð á mannvirki og tækjum á bænum Þorgautsstöðum í Hvítársíðu þegar vélaskemma brann þar aðfararnótt sl. sunnudags. Í skemmunni voru m.a. tvær dráttarvélar, bíll, ný sláttuvél og aðrar heyvinnuvélar sem eyðilögðust. Rannsókn er hafin á upptökum eldsins, en líklegt þykir að hann hafi komið upp út frá rafmagni. Tilkynnt var um eldinn um klukkan fjögur um nóttina og fór Slökkvilið Borgarfjarðardala á staðinn. Einnig var kallað eftir tankbíl til aðstoðar frá slökkviliðinu í Borgarnesi. Þegar slökkvilið kom á staðinn var skemman mikið brunnin og var ekkert við ráðið til að bjarga henni. Litlu mátti muna að glæður frá eldinum næðu að læsa sér í lítið timburhús sem stendur vindmegin á við skemmuna, en slökkviliðsmönnum tókst að afstýra því að það hús yrði eldinum að bráð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is