Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2006 07:45

Lágt sjálfsmat og meiri vímuefnaneysla unglinga í Borgarfirði

Unglingar í Borgarnesi og Borgarfirði hafa lágt sjálfsmat og vímuefnaneysla þar er meiri en annarsstaðar á Vesturlandi og með því versta sem gerist á landinu. Þetta kemur fram í skýrslunni „Heilsa og lífskjör skólanema 2006.“ Hún var unnin af Háskólanum á Akureyri og Lýðheilsustöð og er hluti af alþjóðlegri rannsókn. Í vor voru spurningar lagða fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk í öllum grunnskólum landsins, utan sérskóla.

 

Sjálfsmat nemenda grunnskólanna í Borgarnesi og Borgarfirði er lægst allra á landinu. Nemendur mátu eigið líf á kvarðanum 0-10 og var aðeins rétt rúmlega helmingur, eða 54,2%, sem mat líf sitt á bilinu 8-10. Sömu tölur yfir Vesturland eru 61,7% og á landinu í heild sinni 65,1%.

 

Svipað er uppi á teningnum þegar kemur að neyslu vímuefna. Í svörum við spurningunni um hvort viðkomandi reykti daglega kom í ljós að enginn í 6. bekk gerði það, en 2,4% 8. bekkinga svaraði því játandi. Á Vesturlandi öllu er sú tala lægri, eða 1,7%, og enn lægri á landinu í heild sinni eða 1,4%. Í tíunda bekk lítur dæmið þannig út að 17,2% nemenda í Borgarnesi og Borgarfirði reykja daglega, 9,9% á Vesturlandi og 10,2% á landinu öllu. Í báðum tilfellum reykir hæst hlutfall unglinga á landinu í Borgarnesi og Borgarfirði.

 

Einungis nemendur í 10. bekk svöruðu spurningum um aðra vímugjafa. Kom þar í ljós að 46,8% nemenda í Borgarnesi og Borgarfirði hafa orðið ölvaðir einu sinni eða oftar á síðustu 12 mánuðum og 11,1% þeirra hefur notað hass eða marijúna einu sinni eða oftar. Á Vesturlandi hafa 38,2% 10. bekkinga orðið ölvaðir á síðasta ári og 39,5% á landinu öllu. 9,4% nemenda í 10. bekk á Vesturlandi hefur prófað hass eða marijúna, en 9,5% í Reykjavík. Þá eru hlutfall eineltis í grunnskólum í Borgarnesi og Borgarfirði hærra en landsmeðaltalið, eða 22,2%, sem hafa verið lögð einu sinni eða oftar í einelti, á móti 18,9% yfir landið í heild sinni, og 17,2% á Vesturlandi.

 

Björn Bjarki Þorsteinsson er formaður tómstundanefndar Borgarbyggðar, en hún hefur með málefni æskulýðs að gera. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að menn þar væru mjög meðvitaðir um stöðu mála og hefðu fullan hug á að bregðast við skýrslunni. „Við þurfum að líta í eigin barm hvað þetta varðar, finna út hvað virkar ekki og finna réttar leiðir til að börnunum okkar líði betur. Þetta verkefni blasir við nýrri tómstundanefnd og vímuvarnarmálin tilheyra okkur. Hér er starfandi vímuvarnarhópur, en við verðum að hugsa upp leiðir sem virka.“ Tómstundanefnd mun taka málið fyrir á fundi sínum í næstu viku og í kjölfarið grípa til aðgerða. Aðspurður segist Björn Bjarki telja að samþætting vímuvarnar- og tómstundamála í einni nefnd sé af hinu góða. „Þetta á vel saman. Af hverju leiðast krakkar út í fíkniefni og annað slíkt? Verðum við þá ekki að gera betur með tómstundir, þá ekki bara íþróttir heldur hin ýmsu félagsstörf?“

 

Jákvæðir þættir koma einnig fram í skýrslunni, en í ljós kemur að langflestir nemendur í Borgarnesi og Borgarfirði, eða 72,2%, borða morgunmat fimm sinnum í viku sem er mest yfir landið. Á Vesturlandi gegnir það sama um 70,8% nemenda og 68,% á landinu öllu. Þá er sá tími sem nemendur í skólum Borgarfjarðar og Borgarness eyða við sjónvarp eða tölvuskjá með því minnsta sem gerist á landinu, en 53,9% þeirra segjast verja 30 klukkustundum eða meira við þá iðju, en 56,3% á landinu í heild og 58,9% á Vesturlandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is