Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2006 07:01

Vetrarstarf bridsfélaganna að hefjast

Næstkomandi mánudag munu léttleikandi félagar í Bridsfélagi Borgarfjarðar hittast við spilaborðið í fyrsta skipti á nýju starfsári. Enn eru nokkur laus pláss við spilaborðið og eru allir áhugasamir bridsspilarar hvattir til að mæta í félagsheimilið Logaland fyrir klukkan 20. Að sögn Jóns Eyjólfssonar, formanns BB verður nú í upphafi aðstoðað við að leiða saman spilapör þannig að stökum spilurum sem vantar makker er bent á að örvænta eigi. Gott væri ef áhugasamir nýliðar létu Jón vita í síma 893-6538, en einnig er hægt að mæta næstkomandi mánudag á staðinn. “Við munum byrja á að spila eins kvölds tvímenning en stefnum á að spila aðal sveitakeppni félagsins á sex kvöldum í nóvember og fram í desember. Undanfarið ár vorum við yfirleitt að spila á 9-11 borðum og höfum síður en svo neitt á móti því að fjölga borðum, allavega meðan að gólfpláss leyfir,” sagði Jón í samtali við Skessuhorn.

 

Samkvæmt upplýsingum frá Einari Guðmundssyni, formanni Bridsfélags Akraness hefst vetrarstarf þess félags fimmtudaginn 5. október. Spilað verður í sal Félags eldri borgara að Kirkjubraut 40. Nánari upplýsingar gefur Einar í síma 862-2962.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is