Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2006 03:46

Mikil óánægja með stjórnun og stjórnunarhætti á Bifröst

Nýstofnað starfsmannafélag Háskólans á Bifröst hefur óskað eftir fundi með háskólastjórn þar sem stjórnun skólans og stjórnskipulag verði rætt. Félagið gerir athugasemdir við ýmsar breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagi skólans að undanförnu og einnig stjórnunarhætti skólans. Formaður félagsins segir framhald málsins ráðast af viðbrögðum stjórnarinnar.

 

 

Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hafa ýmsar breytingar verið gerðar á stjórnskipulagi Háskólans á Bifröst að undanförnu og voru fyrir skömmu stofnaðar fjórar nýjar stöður sviðsstjóra á sama tíma og tvær stöður framkvæmdastjóra voru lagðar niður. Þá ákvað stjórn skólans á dögunum að breyta samþykktum skólans um ráðningarferli og ráðningartíma rektors skólans. Jafnframt var ákveðið að framlengja ráðningarsamning Runólfs Ágústssonar rektors um eitt ár en samkvæmt fyrri samþykktum hefði hann átt að láta af starfi 1. ágúst 2007.

 

Miklar hræringar hafa orðið í mannahaldi á Bifröst undanfarnar vikur og meðal annars má nefna að Bernhard Þór Bernhardsson lét af störfum sem deildarforseti viðskiptadeildar en þeirri stöðu hafði hann gegnt í rúmt ár. Við hans starfi tók Magnús Árni Magnússon aðstoðarrektor. Hann sagði starfi sínu lausu nokkrum dögum síðar. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er mikil óánægja meðal starfsmanna á Bifröst með ýmsar áðurnefndar breytingar og einnig hefur á undanförnum mánuðum farið vaxandi óánægja með stjórnunarhætti á Bifröst.

 

Fyrir skömmu var stofnað starfsmannafélag Háskólans á Bifröst og var Hólmfríður Sveinsdóttir kjörin formaður þess. Á fjölmennum fundi félagsins í síðustu viku var samþykkt ályktun með þorra greiddra atkvæða þar sem óskað er eftir fundi með Háskólastjórn um stjórnun og stjórnunarhætti skólans. Hólmfríður vildi í samtali við Skessuhorn ekki tjá sig efnislega um ályktun fundarins en staðfesti að í henni væri farið fram á við Háskólastjórn að hún taki til greina ákveðnar athugasemdir sem ræddar hafa verið á fundum starfsmanna og lúta að stjórnunarháttum skólans. Hún segir framhald málsins því ráðast af viðbrögðum háskólastjórnar. 

 

Ekki náðist í Guðjón Auðunsson formann háskólastjórnar þar sem hann er erlendis.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is