Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2006 11:02

Dráttur á bókhaldsskilum frystir greiðslur úr Jöfnunarsjóði

Sveitastjórn Dalabyggðar hefur átt í erfiðleikum með að fá bókhaldsgögn fyrir sveitarfélagið Saurbæjarhepp og Fóðuriðjuna Ólafsdal ehf. Af þeim sökum hefur greiðsla frá Jöfnunasjóði sveitarfélaga, að upphæð 3,5 milljón, verið fryst. Gögnin áttu að afhendast við sameiningu sveitarfélaganna við síðustu kosningar. Sveitarstjóri Dalabyggðar, Gunnólfur Lárusson, bókaði á fundi sveitarstjórnar þann 19. september um málið. Þar segir að ekkert hafi gengið að nálgast gögnin og þetta gæti valdið Dalabyggð fjárhagslegum skaða.

 

 

Gunnólfur sagði í samtali við Skessuhorn að til þess að hægt sé að klára milliuppgjör og skila ársskýrslu vanti þessi bókhaldsgögn. Fyrr fái sveitarfélagið ekki greiðslur úr Jöfnunarsjóði. Gunnólfur sagði að menn hefðu verið tilbúnir til að gefa frest, en nú væru fjórir mánuðir liðnir frá sameiningu og þetta væri farið að hamla sveitarfélaginu. Í samtali við endurskoðendur hreppsins sagðist hann hafa heyrt að gögnin hefðu verið póstlögð sl. þriðjudag og hann sagðist vona að málið leystist.

 

Eín Pálsdóttir forstöðumaður Jöfnunarsjóðs segir að ef sveitarfélög skili ekki fjárhagsáætlunum og ársreikningum séu heimildir fyrir því að frysta greiðslu úr Jöfnunarsjóði. Fyrst sé þó ætíð veittur frestur en að því komi að greiðslur séu stöðvaðar. Um leið og reikningar berist í hús sé opnað fyrir greiðslur á ný.

 

Þegar blaðamaður bar málið undir Sæmund Kristjánsson fyrrverandi oddvita Saurbæjarhrepps vildi hann ekki tjá sig um málið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is