Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2006 11:47

Starfsmenn lýsa miklum áhyggjum af starfsháttum stjórnar og rektors á Bifröst

Í ályktun sem samþykkt var á fundi starfsmannafélags Háskólans á Bifröst segir að mikil og vaxandi óánægja starfsmanna hafi orðið til þess að hæfir starfsmenn hafi sagt upp störfum og ástæða sé til að óttast að fleiri íhugi uppsögn. Því skora þeir á stjórn skólans að láta fara fram endurskoðun á reglugerð, samþykktum og stjórnskipulagi skólans með þátttöku kennara og starfsmanna og skapa þannig einhug og sátt um stjórnunarhætti og þá stefnu sem skólinn fylgir.

 

 

Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns í gær kom starfsmannafélagið til fundar í síðustu viku og samþykkti ályktun sem send var stjórn Háskólans á Bifröst. Starfsmannafélagið var stofnað þann 13. september og er félagið það fyrsta sinnar tegundar við skólann. Kosið var um ályktunina með leynilegri atkvæðagreiðslu. Alls greiddu 45 fastráðnir starfsmenn atkvæði og féllu þau þannig að 36 sögðu já við ályktuninni, nei sögðu 3 og 6 fundarmenn sátu hjá.

 

Ályktunin er svohljóðandi: Fundur Starfsmannafélags Háskólans á Bifröst haldinn þann 20. september 2006, lýsir miklum áhyggjum yfir starfsháttum stjórnar skólans og rektors og telur þar gengið þvert á þær venjur sem þekkingarfyrirtækið Háskólinn á Bifröst hefur tileinkað sér gegnum árin. Mikil og vaxandi óánægja starfsmanna hefur orðið til þess að hæfir starfsmenn hafa sagt upp störfum og  ástæða er til að óttast að fleiri íhugi uppsögn.“

 

Í ályktuninni eru nefnd nokkur dæmi um áhyggjuefni. Þar segir: „Lítið sem ekkert samráð var haft við kennara og starfsfólk um veigamiklar breytingar á reglugerð og samþykktum sem nýlega tóku gildi, t.d. varðandi afnám fræðslu- og rannsóknarráðs og ráðningarferli og ráðningartíma rektors. Núverandi stjórnskipulag tryggir ekki að sjónarmið kennara og starfsfólks komi fram áður en afdrifaríkar ákvarðanir um stefnu, kennsluhætti, starfshætti og skipulag eru teknar. Efast er um að þær breytingar á stjórnskipulagi sem gerðar hafa verið undanfarið, meðal annars á reglugerð og samþykktum, bæti skólastarfið.“

 

Ekki hefur náðst í Guðjón Auðunsson formann stjórnarinnar þar sem hann er erlendis.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is