Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2006 02:21

„Getum framleitt góða leikmenn á færibandi“ segir þjálfari ÍA

Bjarki Gunnlaugsson annar þjálfara ÍA segist ekki reikna með að hann verði þjálfari ÍA á næstu leiktíð. Hann muni því ekki mæta á þjálfaranámskeið sem hann hafði skráð sig á. Hann gerir ráð fyrir að Guðjón Þórðarson verði næsti þjálfari ÍA og það sé réttur nýrra stjórnenda að velja þá menn sem þeir vilja vinna með. Bjarki segir framtíð ÍA bjarta.

 

 

Nú er knattspyrnuvertíðin að baki og ekki úr vegi að gera sumarið upp. ÍA endaði í sjötta sæti deildarinnar með 22 stig, 14 stigum á eftir FH sem varð Íslandsmeistari. Liðið vann sex leiki, gerði fjögur jafntefli og tapaði átta leikjum, skoraði 27 mörk en fékk á sig 30. Fjóra af sex sigurleikjum spilaði liðið á heimavelli, þrjú af fjögur jafnteflum komu á útivelli og tapleikirnir spiluðust fjórir á útivelli og fjórir á heimavelli.

 

Bjarki og Arnar Gunnlaugssynir tóku við liðinu af Ólafi Þórðarsyni þann 30. júní. Þá hafði liðið spilað níu leiki, unnið tvo en tapað sjö. Undir stjórn þeirra bræðra hefur liðið unnið fjóra leiki, gert fjögur jafntefli, tapað tveimur leikjum og nælt sér í 16 af þeim 22 stigum sem liðið hlaut. Í lok leiktíðar voru Arnar og Bjarki valdir þriðju bestu þjálfarar deildarinnar af sjónvarpsstöðinni Sýn, á eftir Teiti Þórðarsyni Kr, og Ólafi Jóhannessyni FH sem var í efsta sæti.

 

Bjarki Gunnlaugsson sagði í samtali við Skessuhorn að hann gæti ekki verið annað en ánægður með niðurstöðuna úr því sem komið hefði verið. Hann segir þó að það hafi verið hálfskrýtið að fagna sjötta sætinu, persónulega hafi hann verið hálffúll. „Maður er með svo mikið keppnisskap og vill ekki vera annarsstaðar en á toppnum. Þegar farið er yfir þessa leiki sem við spiluðum, vantar ekki mikið upp á að við hefðum getað endað í Intertoto sæti. Við missum t.d. leikina við Fylki og Breiðablik niður í jafntefli Það þýðir hins vegar ekki að velta sér upp úr því.“

 

Bjarki segist vera mjög ánægður með það hvernig þessi árangur náðist. „Stórir klúbbar eins og ÍA verða að spila skemmtilegan fótbolta, fólk vill horfa á þannig bolta, sérstaklega þegar það eru góðir menn í liðinu. Það verður að vera fjör á leikjunum.“ Þegar hann er inntur eftir því hvað hafi staðið upp úr í sumar nefnir hann leikinn við KR í Frostaskjóli sem ÍA vann eftir að hafa komist undir í tvígang. „Það var ákveðinn vendipunktur fyrir okkur. Við fundum kerfi sem hentaði okkur og sýndum hvað við vorum með gott lið.“

 

Mikið hefur verið rætt og ritað um þjálfaramál félagsins. Bjarki segir að þeir bræður geri ráð fyrir því að Guðjón Þórðarson taki við liðinu. Þeir sjálfir hafi verið skráðir á þjálfaranámskeið nú um helgina en muni hvorugur mæta á það þar sem þeir reikni ekki með að vera með liðið áfram. Spurður að því hvort þeir séu ósáttir við þá þróun mála segir Bjarki: „Það er réttur nýrra manna sem koma inn í stjórn að velja sér þá menn sem þeir vilja vinna með, það er ekkert persónulegt.“ Bjarki segist ekki eiga von á þeir bræður spili fyrir ÍA á næsta ári og ekki sé í spilunum að taka við þjálfun annars liðs. „Lykillinn að því að við gátum spilað svona í sumar var að við fundum loksins þjálfara sem skildu okkur og hvernig skrokkurinn á okkur er. Það þarf að vera mjög skilningsríkur þjálfari til að við getum spilað.“

 

Bjarki segir framtíðina vera bjarta hjá ÍA og hann telur að liðið eigi að geta haldið áfram á þeirri braut að spila skemmtilegan bolta. „Það er fullt af góðum ungum strákum að spila og koma upp. Nú er húsið að verða klárt og ef við nýtum það rétt eigum við að geta framleitt góða leikmenn á færibandi,“ segir Bjarki að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is