Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. september. 2006 09:26

Fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hótanir

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vesturlands sem dæmdi mann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð nafngreinds manns og lögreglumanns sem handtók hann í kjölfarið. Að auki er manninum gert að greiða allan málskostnað sem er rúmar 863 þúsund krónur. Það var 12. mars 2005 sem lögreglunni á Akranesi barst tilkynning um að maður væri að reyna að brjótast inn í fjölbýlishús í bænum. Samkvæmt frásögn vitna hafði hann haft í hótunum við einn íbúa hússins. Hafði hann sagst þekkja vel til í undirheimunum og gæti hæglega látið menn hverfa. Einnig hótaði hann jafnframt að brenna fjölskyldu mannsins.

 

 

Fóru lögreglumenn á vettvang og hittu ákærða fyrir og var hann í mjög annarlegu ástandi vegna áfengisneyslu. Ákvað lögregla að handtaka manninn sem æstist mjög. Á leið á lögreglustöð hótaði hann lögreglumanni og sagði meðal annars að hann vissi hvar barn lögreglumannsins væri í leikskóla og hann ætlaði að ná í það og drepa. Jafnframt sagðist hann ætla að skera lögreglumanninn á háls fyrir framan fjölskyldu hans.

 

Við yfirheyrslur daginn eftir sagðist hann ekkert muna eftir atburðum vegna mikillar drykkju. Hann sagðist þó muna eftir að hafa verið handtekinn og hann hefði verið beittur harðræði af lögreglu. Sannað þótti fyrir dómi að maðurinn hefði með hótunum sínum vakið ótta hjá mönnunum um velferð þeirra og vandamanna. Með brotum sínum rauf ákærði skilorð og var því refsing hans eins og áður sagði talin hæfileg fjögurra mánaða fangelsi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is