Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. september. 2006 11:15

Framganga starfsmannafélagsins á Bifröst undarleg að mati formanns

Formaður Háskólastjórnar á Bifröst segir framgöngu Starfsmannafélags Háskólans á Bifröst undarlega. Hann segir starfsmenn eiga fulltrúa í stjórn skólans og allar breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagi og rekstri hans hafi verið samþykktar einróma í stjórn. Hann segir framgöngu starfsmanna ekki í takt við þær breytingar sem orðið hafa á rekstri skólans. Hann segir stjórnina koma saman til fundar í næstu viku og þar verði ályktun starfsmannafélagsins meðal annars til umræðu.

 

 

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni var nýverið stofnað Starfsmannafélag Háskólans á Bifröst. Í bréfi sem félagið sendi stjórn skólans kemur fram að helsta rótin að stofnun þess hafi verið óánægja meðal kennara og annarra starfsmanna skólans með starfshætti rektors og háskólastjórnar að undanförnu. Á fjölmennum félagsfundi var samþykkt með 36 atkvæðum gegn 3 tillaga þar sem gerðar voru athugasemdir við ýmsa þætti í rekstri skólans. Segir meðal annars í ályktuninni að mikil og vaxandi óánægja hafi orðið til þess að hæfir starfsmenn hafi sagt upp störfum og ástæða sé til að óttast að fleiri íhugi uppsögn. Óskaði stjórn félagsins eftir fundi með háskólastjórn vegna málsins.

 

Guðjón Auðunsson formaður háskólastjórnar er staddur erlendis og í samtali við Skessuhorn segist hann ekki hafa séð ályktun starfsmannafélagsins en viti af innihaldi hennar. Hann segir starfsmannafélagið koma að stjórnun skólans með undarlegum hætti með samþykkt sinni. Stjórn skólans sé skipuð með ákveðnum hætti og þar sé einn fulltrúi kosinn af háskólaráði, sem í sitji starfsmenn skólans. Í gegnum þann fulltrúa geti rödd starsfmanna hljómað og eðlilegra hafi verið að starfsmenn kæmu athugasemdum sínum á framfæri á þann veg. Í háskólastjórn hafi allar þær breytingar, sem gerðar hafa verið að skipulagi skólans, verið samþykktar einróma.

 

Guðjón segir háskólastjórn sé eins og hver önnur stjórn í nútímalegu fyrirtæki sem axli á endanum ábyrgð á rekstri og stjórnun skólans en komi ekki að daglegum rekstri hans. Ályktun starfsmanna um frekari aðkomu að einstökum málum sé því ósk um að haga málum þannig að um hreina opinbera skólastofnun sé að ræða. Stjórnin hafi til að mynda verið að breyta ráðningarferli rektors úr nokkurs konar fegurðarsamkeppni að hluta í ráðningu á algjörlega faglegum nótum.  Aðspurður segist Guðjón ekki hafa orðið var við þá vaxandi óánægju sem vísað er til í samþykkt starfsmannafélagsins en ekki sé óeðlilegt að einstaka starfsmenn verði óánægðir við skipulagsbreytingar. Aðspurður hvort þeir 45 fastráðnu starfsmenn séu dæmi um einstaka starfsmenn segir Guðjón að starfsmenn skólans séu mun fleiri. Á fundinum hafi því aðeins verið hluti starfsmanna.

 

Háskólastjórn mun koma saman til fundar í næstu viku og mun meðal annars ræða ályktun starfsmannafélagsins. Guðjón segir að þar verði væntanlega tekin ákvörðun um með hvaða hætti stjórnin ræðir málin við starfsmenn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is