Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. september. 2006 02:45

Telur bæjarmálasamþykkt hafa verið brotna við uppsögn bankaviðskipta

Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akraness segir bæjarmálasamþykkt hafa verið brotna þegar bæjarráð synjaði um frestun á afgreiðslu tillögu um uppsögn á viðskiptum við Landsbanka Íslands. Hann segir engin gögn hafa legið fyrir um málið og bæjarfulltrúar hafi því í raun ekki vitað hvað þeir voru að samþykkja. Bæjarstjórn staðfesti í gær ákvörðun bæjarráðs.

 

 

Á fundi bæjarstjórnar Akraness í gær var staðfest sú ákvörðun bæjarráðs að segja upp áratugalöngum viðskiptum við Landsbanka Íslands. Á fundinum lagði Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar það til að málinu yrði vísað til frekari umræðu í bæjarráði. Sú tillaga var felld með fimm atkvæðum gegn fjórum. Í kjölfarið staðfesti bæjarstjórn ákvörðun bæjarráðs með sjö samhljóða atkvæðum en tveir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá.

 

Sveinn segir í samtali við Skessuhorn að þegar málið kom til umræðu í bæjarráði hafi engin gögn verið um það send með fundarboði. Á fundi bæjarráðs hafi heldur engin gögn verið lögð fyrir um hvaða viðskiptum væri í raun verið að segja upp. Hann hafði því óskað frestunar málsins sem bæjarráði hafi borið að fallast á samkvæmt bæjarmálasamþykkt. Það hafi hins vegar ekki verið gert. Hann hafi því óskað eftir minnisblaði frá bæjarritara vegna málsins þannig að einhverjar upplýsingar gætu legið fyrir þegar bæjarstjórn tæki endanlega afstöðu.

 

Þrátt fyrir að það minnisblað hafi legið fyrir á mánudag hafi bæjarstjóri ekki sent það til bæjarfulltrúa. Bæjarfulltrúar hafi því í raun samþykkt uppsögn á því sem þeir höfðu enga hugmynd um hvað væri. Slík vinnubrögð geti ekki liðist í nútímaþjóðfélagi. Meirihluti bæjarstjórnar hafi einungis vísað til meirihlutasamkomulags en við nákvæman lestur þess finnist ekki stafur um slíkt.

 

Aðspurður hvort hann hafi því í raun verið andsnúinn uppsögn viðskipta við Landsbanka Íslands segir Sveinn svo ekki vera því ekki hafi nein gögn legið fyrir til þess að mynda sér skoðun á málinu. „Við höfum átt viðskipti við bankann um margra áratuga skeið og því skil ég ekki hvers vegna það lá svona óskaplega á að segja upp þessum viðskiptum án þess að menn vissu í raun hverju væri verið að segja upp“.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is