Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. september. 2006 03:45

Skrifað undir samning um kaup á nýrri slökkvibifreið

Fulltrúar Borgarbyggðar og Ólafs Gíslasonar og Co-Eldvarnarmiðstöðvarinnar skrifuðu í gær undir samning um kaup Borgarbyggðar á nýrri slökkvibifreið. Bifreiðin er á Renault undirvagni en að öðru leyti smíðuð í Póllandi. Ákveðið var að ganga til samninga við fyrirtækið að loknu útboði. Bifreiðin er fjórhjóladrifin, með 450 hestafla vél og áhafnarhúsi fyrir sjö manns. Nokkrar tæki af þessari gerð hafa verið seld hingað til lands undanfarið.

 

Að sögn Bjarna Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra í Borgarbyggð er bifreiðin afar vel búin tækjum og má þar nefna að hún verður með 4000 lítra vatnstank og 200 lítra froðutank, 2000 W fjarstýrðu ljósamastri, 4,5 kW rafstöð, úðabyssu með froðustút á þaki og afkastar hún um  3.200 lítrum á mínútu, stiga, sogbörkum, reykköfunarstólum, miðstöðvum í yfirbyggingu og áhafnarhúsi ásamt sér miðstöð fyrir barka til að leiða að slysstað.

 

Bjarni segir að með tilkomu bifreiðarinnar muni tækjakostur slökkviliðsins að vonum taka stórstígum framförum og auðvelda slökkviliðsmönnum mjög störf sín. Kaupverð er um 17 milljónir króna og má vænta þess að hún verði tekin í gagnið í byrjun júní á næsta ári.

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá þá Pál Brynjarsson bæjarstjóra Borgarbyggðar, Bjarna Þorsteinsson og Benedikt Einar Gunnarsson framkvæmdastjóra að undirskrift lokinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is