Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. september. 2006 09:56

Langhæstar tekjur á Vesturlandi í Skorradal

Áætlaðar tekjur sveitarfélaga á hvern íbúa á Vesturlandi eru langhæstar í Skorradalshreppi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Í Skorradal nema þessar tekjur 722.697 krónur á hvern íbúa og eru það næsthæstu áætluðu hámarkstekjur á landinu, aðeins í Grímsnes- og Grafningshreppi eru þær áætlaðar hærri, sem nemur fjörutíu þúsund krónum á hvern íbúa.

 

 

Lægstar tekjur á hvern íbúa á Vesturlandi eru í Kolbeinsstaðahreppi, eða 198.813 krónur og eru það næstlægstar áætlaðar tekjur á landinu, aðeins Bólstaðahlíðarhreppur er lægri sem nemur um 5.000 krónur á hvern íbúa. Í Skilmannahreppi eru áætlaðar hámarkstekjur á hvern íbúa tæplega 500.000 krónur  ríflega 450.000 krónur í Hvalfjarðarsveit og ríflega 300.000 krónur á Akranesi og Innri-Akraneshreppi. Þær nema rúmlega 290.000 krónur í Borgarbyggð og ríflega 280.000 krónur í Stykkishólmi og Snæfellsbæ.

 

Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur, Kolbeinsstaðahreppur, Grundafjarðarbær, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær, Snæfellsbær, Saurbæjarhreppur og Dalabyggð fá öll úthlutað tekjujöfnunarframlögum frá Jöfnunarsjóði. Önnur sveitarfélög í fjórðungnum fá enga úthlutun vegna þess hve tekjur eru áætlaðar háar á hvern íbúa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is