Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. september. 2006 11:21

Heilbrigðisnefnd óskar eftir tímasettri rannsóknaráætlun

Heilbrigðisnefnd Vesturlands hefur óskað eftir því að forráðamenn fiskþurrkunarfyrirtækisins Laugafisks hf. á Akranesi leggi fyrir næsta fund nefndarinnar tímasetta áætlun um frekari rannsóknir fyrirtækisins til þess að minnka lyktarmengun frá fyrirtækinu. Á síðasta fundi nefndarinnar var lagt fram bréf frá Ingu Þóru Friðgeirsdóttur framkvæmdastjóra Laugafisks þar sem óskað er eftir framlengingu starfsleyfis fyrirtækisins sem að óbreyttu rennur út á næsta ári.

 

 

Sem kunnugt er bókaði nefndin fyrir nokkru að forsendur þær sem forráðamenn Laugafisks lögðu til grundvallar veitingu núverandi starfsleyfis hafi ekki reynst „í samræmi við raunveruleikann og lyktarmengun meiri en forsendur starfsleyfisins gera ráð fyrir“ eins og sagði í bókun nefndarinnar í sumar.

 

Í bréfi Ingu Þóru segir að forráðamönnum Laugafisks þyki heilbrigðisnefnd gera heldur lítið úr árangri rannsókna því þrátt fyrir að ekki hafi fundist nein töfralausn hafi ótvírætt náðst mikilvægur árangur. Nefnir hún sem dæmi að nú sé meira af fersku lofti dælt inn í vinnslurásina og þannig fáist meiri þynning á lyktarefnum sem myndast við þurrkunina og þar af leiðandi minni lyktarmengun. Þá hafi hráefnismeðhöndlun verið bætt því nú komi allt hráefni ísað til vinnslu. Einnig segir að óson virki vel á þau efni sem greind voru og eru að valda mestri lykt.

 

Þá greinir Inga Þóra frá því að nú sé að fara af stað framhaldsverkefni í samvinnu við RF, Umhverfisstofnun, Maritech og fimm aðrar hausaþurrkanir. Þar verði lögð áhersla á stýringar á ósoni og meðhöndlun þess til að draga úr lykt við framleiðsluna. „Af framasögðu er ljóst að Laugafiskur stefnir ótrauður áfram að draga úr lykt vegna starfsemi sinnar.  Við teljum að fyrirtækið hafi verið leiðandi á þessu sviði og ætlum okkur að vera það áfram.  Laugafiskur hf. óskar því eftir endurnýjun á starfsleyfi verksmiðjunnar á Akranesi sem rennur út árið 2007. Að lokum viljum taka það fram að Laugafiskur hf. vill vinna í sátt við umhverfi sitt og mun ávallt leitast við að vera með bestu fáanlegu lausn í mengunarvörnum“ segir að lokum í bréfi Ingu Þóru.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is