Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. september. 2006 12:15

Guðjón Þórðarson ráðinn þjálfari ÍA

Stjórn Rekstrarfélags meistaraflokks og 2. flokks ÍA hefur ráðið Guðjón Þórðarson sem þjálfara meistaraflokks ÍA og að auki mun hann hafa yfirumsjón með þjálfun 2. flokks félagsins. Samningurinn gildir til næstu þriggja ára. Frá þessu var greint á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum KB banka í Reykjavík. Guðjóni til aðstoðar verður Hafliði Guðjónsson þjálfari 2. flokks ÍA.

 

 

Gísli Gíslason nýkjörinn formaður Rekstrarfélagsins segir félagið binda miklar vonir við starf Guðjóns á komandi árum við áframhaldandi uppbyggingu knattspyrnunnar á Akranesi. Hann segir ekkert að vanbúnaði að hlúa enn betur að þeim mikla efnivið sem búi í ungum Skagamönnum því nú sé verið að leggja lokahönd á byggingu fjölnota íþróttahúss á Akranesi sem bæti aðstöðu íþróttamanna verulega. Gísli er bjartsýnn á starfið framundan og segir nýkjörna stjórn muni vinna að því að tryggja félaginu trausta umgjörð og rekstrargrundvöll í þeirri von að knattspyrnan megi áfram skipa öndvegi í íþróttalífi Akraness.

 

Guðjón Þórðarson þarf ekki að kynna fyrir íþróttaáhugamönnum. Hann lék fyrir meistaraflokk ÍA á árunum 1972-1986 og hampaði þar 5 Íslandsmeistaratitlum og 5 bikarmeistaratitlum. Sem leikmaður lék hann einn A-landsleik, þrjá leiki með U-21 árs landsliðinu og sjö leiki með U-18 landsliðinu. Sem leikmaður lék hann um 400 leiki með ÍA, þar af 22 leiki í Evrópukeppnum.

 

Guðjón hóf þjálfun árið 1987 og hefur hann unnið með liðum sínum hér á landi  4 Íslandsmeistaratitla, 4 bikarmeistaratitla og deildarbikarkeppnina.

 

Á árunum 1997-1999 þjálfaði hann íslenska landsliðið og lék liðið undir hans stjórn 24 leiki og unnust tíu þeirra, sex þeirra enduðu með jafntefli og átta leikir töpuðust. Á undanförnum árum hefur Guðjón að mestu þjálfað erlendis.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is