Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2006 09:30

Akraneshöllin eða Akranesshöllin?

Uppsetning heitis nýja fjölnota íþróttahússins á Jaðarsbökkum hefur kallað fram sígilda umræðu um fallbeygingu nafnsins Akraness. Öllum er ljóst að það beygist Akranes, um Akranes, frá Akranesi, til Akraness. Og þá er spurt, hvers vegna heitir húsið ekki Akranesshöllin frekar en Akraneshöllin. Hvers vegna heitir sveitarfélagið ekki Akranesskaupstaður í stað Akraneskaupstaður.

 

 

 

 

 

 

Samsett orð sem þessi geta bæði myndast með eignarfalli, í þessu tilfelli Akraness, eða með stofnsamsetningu, í því tilfelli Akranes. Báðar samsetningarnar eru því réttar að mati Guðna Kolbeinssonar íslenskufræðings sem Skessuhorn hafði samband við vegna málsins. Íslenskt mál gefur mörg dæmi þar sem sitt hvor leiðin er notuð. Allir þekkja Hvolsvöll en einnig var til Hvolhreppur. Hvolsvöllur myndast með eignarfalli af orðinu hvoll en Hvolhreppur er stofnsamsetning. Árnessýsla er því ekki rituð Árnesssýsla, nær okkur er Snæfellsnessýsla en ekki Snæfellsnesssýsla og Reykjanesskaginn að ekki sé talað um Reykjaneshöllina. Áhugamenn um málvernd, sem töldu Akraneshöllina vitlaust starfsetta geta því andað léttar. Líka þeir sem töldu sig búa í sveitarfélagi sem væri með ritvillu í nafni sínu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is