Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2006 10:33

Umferðarmannvirki á Hvanneyri úr takti við fólksfjölgun

Íbúum á Hvanneyri hefur á liðnum árum verið að fjölga mjög. Þar eiga nú lögfestu um 300 manns en við þá tölu má bæta a.m.k. 150 nemendum við Landbúnaðarháskólann sem eiga þó ekki lögheimili á staðnum. Á Hvanneyri dvelja því a.m.k. 450 manns að jafnaði, en til gamans má geta þess að það er sami fjöldi og bjó í Borgarnesi um fyrra stríð. Áætlanir m.a. Ágústar Sigurðssonar, rektors LBHÍ gera ráð fyrir að eftir 5-7 ár verði íbúafjöldi í þorpinu kominn í 1000 manns. Þó íbúum hafi fjölgað þetta mikið er óhætt að segja að enn sé mikill “þorpsbragur” á umferðarmannvirkjum á staðnum sem á engan hátt hafa þróast í takt við fjölgun vegfarenda. Íbúar á staðnum hafa af ástandinu miklar áhyggjur.

 

Heimamenn á Hvanneyrarstað telja að bílafjöldi hafi aukist um 200-300% á liðnum misserum og eigi sú fjölgun sér enga hliðstæðu í sveitarfélaginu. Íbúar hafa af því miklar áhyggjur að umferðaröryggismálum sé ekki sinnt í hlutfalli við umferð og óttast að óbreyttu sé það einungis tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verði. Nefna menn sem dæmi að aðkeyrsla að leik- og grunnskólum skuli liggja í gegnum íbúðargötur og telja að sveitarfélagið, yfirvald skipulagsmála, eigi sökina þar sem nýtt skipulag með nýrri aðkomuleið að skólunum vanti.

Við magn umferðar, sem rekja má til íbúa á staðnum, bætist mikil umferð ferðafólks sem lítt eða ekkert þekkir til staðhátta og ef öryggismálum og t.d. merkingum sé ábótavant skapi það enn meiri hættu en þörf er á. Á spjallvef staðarbúa segir m.a. að það vanti stórlega hringtorg til að hægja niður umferð, biðskyldumerkingar myndu eyða vafa um hvernig fólk ætti að haga sér í umferðinni og hraðahindranir við fjölfarna göngustíga vanti tilfinnanlega.

 

Þegar ekið er inn á Hvanneyrarstað er ekkert sem dregur úr umferðarhraða annað en lítt áberandi skilti. Ökumenn þurfa því ekki að draga úr hraða við krossgötur þar sem annars vegar er haldið beint áfram að skólahúsum, skrifstofubyggingum og nemendagörðum og hins vegar er beygt til hægri að t.d. meiri íbúðabyggð, grunn- og leikskóla, gömlu skólahúsunum og gripahúsum. Þrátt fyrir að um nokkurt skeið hafi verið uppi áætlanir um gerð hringtorgs við þessar krossgötur, hefur enn ekkert orðið af framkvæmdum. “Sveitarstjórn hefur þrýst á það við samgönguyfirvöld að hraðað verði gerð hringtorgs á Hvanneyri til að dregið verði úr þeim mikla hraða sem er á bílum þegar komið er inn á staðinn. En okkur er sagt að vanti fjárheimild til verksins. Við höfum rætt við vegamálastjóra, Vegagerð og samgönguráðherra um málið á liðnum misserum og okkur verið tjáð að framkvæmdinni hafi verið frestað,” sagði Páll S Brynjarsson, sveitarstjóri þegar hann var spurður um málið. “Þá hafa umferðaröryggismál bæði á Hvanneyri og í Borgarnesi verið til umræðu í þriggja manna starfshópi á vegum sveitarfélagsins, sem skipaður var í ágúst sl. til að fara ofan í kjölinn á brýnustu verkefnunum. Meðal þess sem liggur fyrir er að bæta þarf biðskyldumerkingar því meðan á þær vantar gildir hægri reglan á stöðum sem það getur hæglega valdið misskilningi. Þá vantar hraðahindranir við göngustíga á Hvanneyri til að auka öryggi gangandi vegfarenda. Okkur er fullkunnugt um þetta vandamál og erum öll af vilja gerð að hraðað verði sem kostur er þeim úrbótum sem snúa að sveitarfélaginu og þrýst verði áfram á Vegagerð að leysa þau mál sem að ríkinu snúa,” segir Páll í samtali við Skessuhorn. Hann segir að unnið sé áfram við göngustígagerð á staðnum og nýir stígar sem þar hafi verið lagðir verði að hluta til malbikaðir nú í haust. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Um sótthví

Grundarfjarðarbær

Sumarstörf 2020

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 16. mars 2020

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 15. mars 2020

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is